Réttur - 01.01.1949, Page 12
12
RÉTTUR
að þessari stjórnarstefnu svara því? Kannski þeir vilji reyna
og ganga þar með á undan með góðu eftirdæmi. Starfsmenn
ríkis og bæja hafa nú lýst því yfir að þeir geti ekki lengur
unað við kjör sín og hafa krafizt 36% kauphækkunar, til þess
að bæta upp þá kjararýrnun sem þeir hafa orðið fyrir síðan
laimalögin voru sett. Augljóst er að víðtækar kaupdeilur eru
í aðsigi blátt áfram af því, að menn geta ekki lengur lifað af
þeim launum sem ríkisstjómin hefur skammtað þeim. Má ég
spyrja: Eru þetta „réttlátu tekjumar," sem ríkisstjómin gaf
fyrirheit um að tryggja?
Þá kemur næsta fyrirheit: Að öll framleiðslustarfsemi verði
hagnýtt til fulls og öllum verkfærinn mönnum tryggð næg og
ömgg atvinna. Að áframhald verði á öflim nýrra og fullkom-
inna framleiðslutækja til landsins og að atvinnuvegir lands-
ins verði reknír á sem hagkvæmastan hátt á arðbærum grund-
velli og stöðvist ekki vegna verðbólgu og dýrtíðar.
Efndimar á þessu hafa verið þær, að mikill hluti iðnaðarins
hefur verið stöðvaður eða framleiðslan takmörkuð vegna skorts
á efnivörum. Þó að fiskurinn væri upp við landssteinana hefur
bátunum verið bannað að hagnýta hann nema vissar tegundir
fyrir ákveðinn markað. Það er árangurinn af einokun ríkis-
stjómamnar á útflutningsverzluninni og einskorðun markaðs-
ins við ákveðin lönd. Fyrirtæki eins og Fiskiðjuver ríkisins sem
búið var að leggja í margar milljónir hefur ekki fengizt
fullgert og ekki fengið nauðsynleg tæki og efnivörur til fram-
leiðslunnar með þeim afleiðingum, að það hefur ekki getað
framleitt nema lítið brot af afkastagetimni. Þannig hefur
dýrmætum gjaldeyri verið kastað á glæ. Stjóm fiskiðjuversins
neyddist til að segja af sér í mótmælaskyni við þessa pólitík.
Húsbyggingar hafa að miklu leyti verið stöðvaðar. Og ný-
sköpunin hefur verið stöðvuð. Samið hefur að vísu verið um
smíði á 10 togurum, en það er ekki einu sinni upp í þriðjung-
inn af eftirspuminni — og til landsins koma þeir tvemur árum
seinna en orðið hefði, ef farið hefði verið eftir tillögum Sós-
íalistaflokksins. Fyrir bragðið eru þeir miklu dýrari og landið
verður af tugum milljóna í gjaldeyri.