Réttur


Réttur - 01.01.1949, Page 26

Réttur - 01.01.1949, Page 26
26 RÉTTUR skríða fyrir þeim. Þeir vita vel, eins og allir aðrir, sem eru nokkurn' veginn með réttu ráði, að af þeim stafar eng'in hætta meðan Island heldur sér utan við styrjaldarátök. Samt segja þeir það satt, að þeir séu hræddir. Þeir eru hræddir við sína eigin þjóð. Hræddir um auð sinn og völd. Þeir hafa haft ofsagróða, þess vegna eru þeir ofsahræddir við íslenzka alþýðu, þess vegna kalla þeir á bandarískan her inn í landið. Ég hef hér á undan sýnt fram á hvernig ríkis- stjórnin er að leiða hrun yfir íslenzkt atvinnulíf. Islenzkur þjóðarbúskapur þolir ekki það sníkjulíf, sem stórgróðastéttin lifir. Það er komið að þeim krossgötum, að annaðhvort verður íslenzkum atvinnuvegum siglt í strand eða það verður að skera á hnútinn. Það er hægt að gera á tvennan hátt. Með því að létta verzlunarokrinu og oki fjármálaspillingarinnar af þjóðinni, eða með því að lækka stórkostlega lífskjör ís- lenzkrar alþýðu. Þessa treystir yfirstéttin og flokkar hennar sér ekki til af eigin rammleik. Þess vegna kasta þeir sér í fang erlendra landræningja og stríðsævintýramanna, þess vegna eru þeir reiðubúnir til þess að kasta landi og þjóð út í brjálað stríðsævintýri. Það er gömul saga, sem oft hefur gerzt áður og er að gerast í ýmsum löndum enn í dag: Gjaldþrota yfirstétt kallar á erlent hervald til aðstoðar gegn sinni eigin þjóð. Amerískur vígbúnaður kallar óhjákvæmilega á amerískan her eða ameríska hervernd í einhverri mynd, hvernig sem hún kynni að vera dulbúin fyrst í stað. Og þegar svo er komið þá mun verða snúið sér að því, að þrýsta kjörum íslenzkrar al- þýðu niður á stig nýlendubúans. Til þess að gera sér grein fyrir því, sem í vændum er, væri fróðlegt fyrir menn að kynna sér kjör fólksins í amerískum nýlendum og hálfnýlendum (t. d. í Kóreu, Filippseyjum og Costa Rica). Til þess að geta komið þessu í framkvæmd þarf að brjóta verkalýðs'hreyfinguna á bak aftur. Yrði þá byrjað á Sósíalistaflokknum í þeirri trú, að án hans mundi verkalýðshreyfingin standa berskjölduð og leiðin opin til að svifta verkalýðinn þeim réttindum, sem hann hefur aflað sér í áratuga langri baráttu. Hótanir gegn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.