Réttur - 01.01.1949, Síða 33
Friðjón Stefánsson:
í þorpi
Á íslandi eru mörg þorp það herrans ár 1946. Og það
eru margir verkamenn 1 þessum þorpum. Það er sam-
eiginlegt þessum verkamönnum (að fáum undanskildum),
að þeir vilja hafa vinnu, helzt hvern virkan dag — sumir
vilja líka hafa vinnu á helgidögum. Aftur á móti er það
sameiginlegt þorpunum, að þar er enga vinnu að fá
lengri eða skemmri tíma ár hvert. Það er óheppilegt
fyrir verkamennina. Hins vegar kann það að vera heppi-
legt fyrir ráðamenn þorpsins, sem ekki eru verkamenn,
því að það gefur þeim tilefni til margs konar bollalegg-
inga, umþenkinga og tillagna, sem eiga að miða að því
að útrýma hinu tímabundna atvinnuleysi. Þetta má vera
þeim holl og nauðsynleg hugarþjálfun, sem kemur í veg
fyrir að þeir kalki andlega, þar eð andleg viðfangsefni
eru oft af skornum skammti í þorpum. Það væri að sjálf-
sögðu ekki gott, ef forráðamenn þorpanna kölkuðu and-
lega.
í einu slíku þorpi á Jónmundur verkamaður heima.
Hann er' Jítill og magur og persóna hans öll minni hátt-
ar. Kona hans er líka mögur og einnig eldri börnin þrjú.
Aftur á móti eru yngri börnin tvö feit og pattaraleg.
Jónmundur hafði komizt yfir kú um það bil, sem þau
komu í heiminn. Agætt að eiga kú í þorpum, ekki sízt
ef hún er dropsæl eins og þessi. Jónmundur heyjar handa
henni á sumrin á helgidögum og utan venjulegs vinnu-
tíma.
Hann er ekki áhlaupamaður til vinnu en iðinn, fáan-
1 3