Réttur - 01.01.1949, Page 38
38
RÉTTUR
undir rennandi vatninu, sagði hann næstum ótrúlega
rólega:
„Þið kjcsið þá, sem þið teljið réttast að kjósa, ég þá,
sem ég tel réttast að kjósa”.
Sem snöggvast brá fyrir undrunarsvip á andliti mágs-
ins. Síðan sagði hann:
„Já, það er nú svo. Hvað ætli ég sé annars að hugsa,
ég má ekki vera að þessu. Verið þið sæl”.
Meðan Jónmundur horfði á eftir honum út um eld-
húsdyrnar, fann hanr. skyndilega til óvæntrar huggun-
ar, í fyrst sinn þennan leiðinlega dag. Hann myndi al-
d í e i segja mági sínum eða konu frá því hvernig hann
hefði kosið. Hann skyldi engum segja frá því, yfirleitt
ekki ræða stjórnmál við neinn hér eftir. Honum fannst,
að það gæti ekki orðið öðruvísi. Og það var eins og birti
yfir svip þessa dula, þreytulega verkamanns við þá ákvörð-
un.
Kveðið 30. marz 1949
Heitur reyndist þeyrinn þinn,
þjóðarsál í verki.
Fjallkonan á kvislings kinn
Kains brendi merki.
Glatast mörgum gæfa, völd,
gulls þótt veifi hanska.
íslands munu armlög köld
Óla hinum danska.
Grásteinn