Réttur - 01.01.1949, Side 39
Brynjólfur Bjarnason:
Innlend víðsjó
Samþykkt Atlanzhafssáttmálans
12. marz flaug hálf ríkisstjórn Islands, Þeir Bjarni
Benediktsson, Eysteinn Jónsson og Emil Jónsson vestur
um haf til þess að kynna sér efni Atlanzhafssáttmálans.
Þegar þeir komu aftur höfðu þeir fátt að segja annað en
það að samningurinn fæli ekki í sér skuldbindingar af
Islands hálfu til þess að leyfa hersetu eða herstöðvar
á .friðartímum. Samtímis gat Þjóðviljinn birt all-
nákvæma skýrslu lun samtal ráðherranna við utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna. Spurningunni um kröf-
ur Bandaríkjanna um herstöðvar á Islandi svaraði
utanríkisráðherrann á þann veg, að fyrst um sinn
myndu ekki gerðar aðrar kröfur en þær, að yfirráð Banda-
ríkjamanna yfir Keflavíkurflugvellimun yrðu tryggð
framvegis, svo að þar væri hægt að 'halda áfram fram-
kvæmdum og hernaðarundirbúningi og ennfremur héldu
Bandaríkin afstöðu þeirri, sem þau nú hafa í Hvalfirði,
þannig að hvenær sem þurfa þætti væri hægt að hefja
þar framkvæmdir óg mannvirkjagerð með hernaðarlegu
markmiði. Með öðrum orðmn, að Bandaríkjunum yrði
tryggt það 1 raun, sem þau fóru opinberlega fram á 1945.
18. marz var svo samningsuppkastið birt opinberlega
og síðan lagt fyrír Alþingi. Skuldbindingar þær, sem
þátttökuríkin, þar á meðal Island, takast á hendur með
sáttmálanum eru í aðalatriðum þessar: Að taka upp
hervarnir og vígbúnað til að mæta vopnaðri árás, taka
þátt i styrjöld, sem eitthvert þátttökuríkjanna kann að
lenda í, að taka upp samninga um sérstakar ráðstafanir,