Réttur - 01.01.1949, Side 44
44
RÉTTUR
að um 20 manns særðust svo að þeir urðu að láta gera
að sárum sínum á spítala, og höfðu sumir þeirra hlotið
mjög alvarleg meiðsl. Virtust hvítliðarnir og sumir lög-
regluþjónamir hafa misst alla stjórn á sér og leituðust
þeir við að hæfa menn í höfuðið með kylfunum. — Því
næst var fjölda táragassprengja kastað á mannfjöldann án
aðvörunar, þvert ofan í skýlaus fyrirmæli laga og reglu-
gerða. Gekk ekki á öðru en gassprengjukasti víðsvegar
um bæinn, allt til kvölds, þótt allt væri fyrir löngu kyrrt
orðið.
Næstu daga hófust svo réttarofsóknir, sem líktust
meira aðförum lögreglurikis en réttarríkis. Tugir manna
voru kallaðir til yfirheyrslu, að tilefnislausu og margir
handteknir og settir í gæzluvarðhald alsaklausir, að til-
visun slefbera úr Heimdalli, og haldið þar allt upp í 18
daga við illan kost. — Sýnilegt er að ekkert hefur upp-
lýstzt við „réttarrannsóknir" þessar, enda ekki til þeirra
stofnað til að komast að hinu sanna, heldur til að hilma
yfir þá seku.
3. apríl boðaði Sósíalistaflokkurinn til útifundar í mót-
mælaskyni. Varð það f jölmennasta útisamkoma, sem hér
hefur verið haldin, síðan Reykvíkingar fögnuðu stofnun
lýðveldisins.
Áki Jakobsson bar fram tillögu á Alþingi um að þing-
ið kjósi fimm manna nefnd til að rannsaka tildrög þess-
ara atburða óg þátt lögreglustjóra og ríkisstjórnar í þeim.
Eitt kátlegt atvik gerðist þennan dag, sem lengi mun
minnzt sem eins daprasta dags í sögu íslands. 17 ára skóla-
telpa beið þess við dyr Alþingishússins að forsætisráð-
herra gengi út og gaf honum löðrung með blautri tusku.
Stúlkan var handtekin þegar í stað og flutt í tugthúsið.
Næstu daga 'hafði fangavörður nóg að starfa að taka við
blómum, sem Reykvíkingar sendu henni.