Réttur - 01.01.1949, Page 52
Jó) lannes úr Kötlum:
ísland verSur aldrei
self affur
Ræða, flutt á 10 ára afmæli Kvenfélags sósíalista
í Reykjavík 8. marz 1949.
Kæru afmælisgestir!
Maður er neíndur Eyjólfur hinn grái og bjó í Otradal
í Arnarfirði. Hann gerði samning við Börk digra um að
ráða af dögum útlagann Gísla Súrsson og þá fyrir fram
af honum greiðslu rífa. Leitaði hann síðan útlagans víða
og löngum árangurslaust. f einni slíkri ferð var það að
hann gekk á tal við konu Gísla, Auði Vésteinsdóttur.
„Ég vil eiga kaup við þig, Auður”, sagði hann. „Þú seg-
ir mér til Gísla, en ég mun gefa þér þrjú hundruð silf-
urs, þau sem ég hef tekið til höfuðs honum. Þú skalt ekki
við vera, er vér tökum þann af lífi. Það skal og fylgja að
ég skal fá þér ráðahag þann er að öllu sé betri en þessi
hefur verið. Máttu á það líta, hversu hallkvæmt þér verð-
ur að liggja í eyðifirði þessum og hljóta það af óhöppum
Gísla og sjá aldrei frændur og nauðleytamenn.”
Hún bað hann láta sig fá féð og steypti hann því í
kné hennar.
„1 engan stað er féð minna eða verra en þú hefur sagt,
og mun þér nú þykja ég heimilt eiga að gera af slíkt er
mér sýnist.”
Því játti Eyjólfur næsta feginn.
Auður tók nú féð og lét koma í einn stóran sjóð, stóð