Réttur - 01.01.1949, Síða 56
56
RÉTTUR
Gísla og sjá aldrei frændur og nauðleytarmenn, sagði
Eyjólfur. Vér megum ekki una einangruninni lengur
heldur leita tengsla víð þær þjóðir sem oss eru skyld-
astar að ætt, menningu og stjórnarfari, segir íslenzka
stríðsgroðavaldið.
Hvernig koma skal hinum nýja Eyjólfs fagurgalá sam-
an og heim, hvernig þáttur okkar 1 hernaðarbandalagi,
án herskvldu, án herstöðva og án hersetu, skal vera öðr-
um viti bornum þjóðum keppikefli, það er krossgáta
sem ráðast mun á einn veg. Það á að blekkja íslénzka
skynseml til að fórna íslenzkri alþýðu fyrir hagsmuni
amerískra auðhringa og íslenzkra leiguþýja. Gísli Súrs-
son skal verða svikinn, hann skal deyja. En lifa skal
Börkur digri og halda áfram að safna sínum ránfengnu
milljarðasjóðum. Og lifa skal Eyjólfur inn grái og
halda áfram að taka við mútusilfrinu og tæla útlaga-
konuna til að svikja hugsjón sína og veruleika í senn.
Þú skalt ekki við vera, er vér tökum hann af lífi.
Hverju svarið þið hér til íslenzkar konur, sósíalískar
konur, á tíu ára afmæli félags ykkar?
Ég þarf ekki að heyra svar ykkar, ég hef kunnað það
síðan ég var drengur, Auður Vésteinsdóttir miótaði
það skýrt og glöggt fyrir tíu öldum síðan: Engin von var
þér þess að ég mundi selja bónda minn í hendur ill-
menni þínu.
Hafi ein fátæk og varnarlaus kona í eyðifirði haft
þrek til þess á tíundu öld að bjóða hinum grimmustu
örlögum byrginn og hrinda af höndum sér áróðri hvers-
kyns flugumanna, hvað mun þá um upplýstar og sæmi-
lega á sig komnar tuttugustu aldar konur sem gert
hafa málstað alþýðunnar að tákni sínu og markmiði?
Sameinuð afturhaldsöfl heimsins, allt frá Vollstrít til
Vatíkansins, eru nú sem óðast að undirbúa lokakross-
förina gegn vinnandi alþýðu jarðarinnar. Allir svikarar
og rindlar mannkynsins eru leitaðir uppi og leiddir