Réttur - 01.01.1949, Qupperneq 57
RÉTTUR
57
fram sem vitni gegn staðreyndunum, gegn sannleikan-
um. Hvaðeina sem er í ætt við líf, skynsemi, réttlæti,
framvindu er umsvifalaust brennimerkt: kommúnismi,
sem á máli afturhaldsins útleggst: hið illa, djöfullinn.
Hinn nyi, vestræni fasismi er sem sagt að verða full-
mótaður. Miskunarlaust skal einangra alþýðuna, gera
hana útlaga í sínu eigin landi, snuðra uppi hvern veik-
an punkt með blóðpeningana í lófanum. Gísli Súrsson
skal deyja. Ég vil eiga kaup við þig, Auður. Þú segir mér
til Gísla, en ég mun gefa þér þrjú hundruð silfurs, þau
sem ég hefi tekið til höfuðs honum. Þú skalt eigi við
vera, er vér tökum hann af lífi.
Ég veit að Auður Vésteinsdóttir er sjálfboðin, ósýni-
legur heiðursgestur hér á þessu afmæliskvöldi. Ég veit
að andi allra þeirra fátæku, varnarlausu kvenna sem
hafa borið uppi lífsmeið íslands um aldir, þeirra kvenna
sem geymdu ástina sér við hjartarót, listina sér við
tungurót, varðveittu ylinn í kuldanum, ljósið og eld-
inn í myrkinu, er hvarvetna á ferli á þessum örlagatím-
um. Ég veit að þær leggja heiður sinn að veði fyrir
því að íslendingar, elzta friðarþjóð heimsins, gangi al-
drei í hernaðarbandalag. Aldrei framar mun gerast það
sama og haustið ’46. ísland verður aldrei selt oftar.
Mútusilfrinu verður slöngvað á nasir þeim níðingum sem
nú vilja kaupa drenglund okkar og manngöfgi til að
svíkja íslenzka alþýðu í hendur böðlinum. Miskunnar-
laust verðm' þeim hrökkt út í myrkur þeirrar svívirðu
sem þeir hafa til unnið undir sigurhljómi þessara stoltu
orða: Skaltu það muna meðan þú lifir, vesall maður, að
kona hefur barið þig.