Réttur - 01.01.1949, Síða 64
64
RÉTTUR
áfram að aukast iafnt og þétt, viðskiptalífið að spillast,
atvinnulífið að dragast saman. Óskadraumur þess kald-
rifjaða stríðsgróðavalds, sem bak við þessa stjórnarstefnu
stendur, er nú loksins að rætast: hrunið blasir við — það
langþráða hrun, sem á að innleiða hið gamla og góða lög-
mál kreppunnar af nýju, gera þann ríka æ ríkari, þann fá-
tæka fátækari. Með stálhjálm á höfði, kylfu í hendi, lagður
borða með litaskrauti sjálfs þjóðfánans skal nú sá hluti
æskulýðsins, sem er andlegt afkvæmi forráðastéttanna,
berja þetta lögmál í gegn og verja síðan — og á þeim há-
tíðlegu augnablikum þegar foringjarnir eru að samþykkja
einhverja „viðreisnina11 eða „vörnina“ skal alþýðunni hó-
að saman í skyndi til að meðtaka föðurlegar gassprengju-
árásir.
í sambandi við nýlega afstaðna atburði er nú uppi há-
vær áróður um löghelgi meirihlutans í þjóðfélaeinu og
skal sú helgi sízt vefengd undir öllum eðlilegum kringum-
stæðum. En þar sem svo er ástatt að meirihlutinn er orð-
inn einskonar nauðungarfylgi, meira eða minna óvirkt og
ráðþrota, og ríkisvaldið jafnframt eitt höfuðvonn auðstétt-
anna gegn alþýðunni, þar hefur þessi löghelgi vissulega
glatað sínu siðíerðilega innihaldi. Þjóðhættulegar og þar
með beinlínis glæpsamlegar ákvarðanir, sem teknar eru í
nafni slíks meirihluta, meira að segja án þess hann sé
aðspurður, eiga sér enga stoð 1 borgaralegu lýðræði eins
og það var og hét. Hvert það framicvæmdarvald, sem
byggir á hreinni fölsun staðreynda er í eðli sínu ofbeldi,
hvað sem öllum lagastaf líður. Vissulega hafði þýzki naz-
isminn meirihluta uppgefinna borgara á bak við sig, fólks
sem ekki reyndi lengur að kryfja öngþveitið til mergjar
— og hver dirfist þó að halda því fram að þetta meúi-
hlutavald hafi látið stjórnast af siðferðilegri ábyrgðartil-
finningu gagnvart mannkyninu og menningunni?
Þegar spillt og hrörnandi forráðastétt er búin að gera
ríkisvaldið að löghelguðu ofbeldistæki í baráttunni gegn