Réttur - 01.01.1949, Page 73
RÉTTUR
73
Þessar tvennar aðstæður skýra því til fullnustu, hvernig
á því stendur að auðmannastéttin og ríkisstjórn hennar
hefur svo gersamlega slitnað úr tengslum við þjóðina,
gengið á mála hjá erlendu valdi og svikið nú landið
undir hervald þess.
Aum og vesöl var yfirstétt íslands oft í niðurlæging-
arsögu lands vors, afturhaldssöm og þýlynd, enda þá
fátæk og beygð, en það var geymt auðugustu yfirstétt
íslands að tæma kaleik niðurlægingarinnar og föðurlands-
svikanna í botn — með áfergju og offorsi, er óskaði
eftir meiru. Svo djúpt dróg auðurinn yfirstétt íslands
30. marz 1949.
Það er óhjákvæmilegt að þjóðin, sem nú á að dæma
þessa auðmannastétt og pólitíska forustu hennar og
fulltrúa, núverandi ríkisstjórn, geri sér til fullnustu
ljóst, hve mikið það er, sem auðmannastéttin með
framferði sínu hefur svikið.
Auðmannastéttin og fl'okkar hennar hafa með þessu
atferli sínú fyrirgert sinni hlutdeild í þeim heiðri að
hafa stofnað lýðveldið á íslandi 17. júní 1944. Það er
nú komið í ljós með þjóðsvikunum 30. marz 1949 að
auðmannastétt íslands og handbendi hennar hafa
gengið til athafnarinnar helgu á Lögbergi 17. júní 1944
með svik í huga, staðráðnir í að svíkja það sjálfstæði,
sem þeir þá voru að skapa. Fyrir þeim hefur verið um
það að ræða að skipta um drottinn, að fá auðkónga Wall
Street í stað Glúcksborgar-kónganna dönsku og gefa
voldugum herkóngum Bandaríkjanna það vald á fs-
landi sem Danir aldrei hafa haft. Auðmannastétt ís-
lands hafði aldrei tekið þátt í sjálfstæðisbaráttu ís-
lendinga. Það voru á 19. öldinni bændur og menntamenn,
sem hana háðu, og því meir sem á leið 20. öldina,
því meiri varð þátttaka og forusta sósíalistískrar verka-
lýðshreyfingar í þeirri baráttu. En auðmannastétt ís-
lands fær héreftir ekki einu sinni heiðurinn af að hafa