Réttur - 01.01.1949, Page 77
RÉTTUR
77
Vér íslendingar þurfum að gera oss fyllilega Ijóst
hvað það er, sem amerísku auðdrottnarnir ætla nú að
gera við land vort og hvernig þeir ætla að fara að því.
Það er fyrsta skilyrðið til þess að geta hindrað fram-
kvæmdina á vélráðum þeirra gagnvart þjóðinni.
Amerísku auðdrottnarnir líta svo á að þegar þeir hafi
gert samninga við auðmannastétt íslands um innlimun
landsins í hernaðarkerfi sitt, þá geti þeir síðan gengið að
landinu sem einskonar léni sínu og yfirráðasvæði og
notað að vild Þeir álíta að eins og negrakóngar Afríku
seldu þegna sína forðum daga í þrældóm eða Indiána-
höfðingar afhentu hvítum mönnum yfirráðarétt sinn
yfir landssvæðum á stærð við heil ríki fyrir brennivín
og byssur, eins geta auðmenn íslands með svikasamningi
lagt ísland undir hervald þeirra fyrir nokkrar milljónir
dollara. Amerísku auðdrottnarnir reikna ekki með ís-
lenzku þjóðinni, ef þeir halda að þeim gangi svona auð-
veldiega að leggja landið undir sig.
Við íslendingar þurfum hinsvegar að átta oss vel á
aðferðum þeirra. Aðalatriðin í landvinningaherferð
þeirra gegn íslandi verða þessi.:
1. Ná smásaman fleiri og fleiri landssvæðum alveg
undan íslenzkum yfirráðum og helzt loka þeim fyrir
íslendingum. Þannig hafa þeir undanfarið verið að fara
með Keflavíkurflugvöllinn þvert ofan í samninga og
munu færa sig upp á skaftið
2. Láta leppflokka sína herða á „andkommúnista”-
áróðrinum í Hitlers stíl, til þess að reyna þannig að
ræna þjóðina viti og dómgreind, svo hún bogni í slíku
„köldu stríði” Bandaríkjanna gegn íslandi og gefist upp
fyrir ameríska auðvaldinu.
3. Láta kvislinga sína vopna einskonar „hirð” að hætti
Vidkun Qvislings, koma upp pólitískum flokksher til
þess að berja á íslendingum, beita ofbeldi að amerísk-
um hætti við verkalýðshreyfinguna og koma á ógnaröld,