Réttur - 01.01.1949, Side 78
78
RÉTTUR
ef valdhafarnir álíta það nauðsynlegt. Slíkur kvislinga-
her myndi og notaður til uppreisnar gegn þjóðlegri
lýðræðisstjórn á íslandi ef hún sýndi sig líklega til
aðgerða ge.gn auðvaldinu, líkt og Franco 1936 hóf land-
ráð sm og uppreisn gegn lýðræðisstjórn Spánar, er hún
vildi gefa bændum jarðir aðalsins.
4. Láta leppstjórn amerísku flokkanna, eftir því sem
þörf krefur, skerða meir og meir persónufrelsi, verzl-
unarfrelsi, málfrelsi, skoðanafrelsi, samtakafrelsi, lýð-
ræði og þmgræði íslendinga, eins og nú þegar er tekið
að gera í stórum stíl og ryðja þannig braut til amerísks
fasisma hér á landi. (Verzlunarfrelsi íslendinga er nú af-
numið í þágu engilsaxneskra auðhringa og íslenzkra
agenta þeirra, skoðanafrelsið skert eins og í herteknu
landi hvað ríkisútvarpið snertir og ægilegast í ram-
fölsuðum fréttaflutningi eftir enskri forskrift).
5. Koma hér upp opinberum herstöðvum og víggirð-
ingum, ná fjárhagstökum fyrir ameríska auðhringa á
ýmsum dýrmætustu auðlindum landsins og flytja inn
meir og meir af amerískum mönnum, er setjist hér að,
til þess að tryggja ísland fyrir Ameríku enn betur en ís-
lenzka yfirstéttin getur gert.
Það er reginmunur á yfirdrottnun Dana yfir íslandi
forðum daga og þeirri yfirdrottnun, sem Bandaríkja-
menn nú eru að koma á yfir íslandi. Danir voru fyrst
og fremsl að hugsa um að arðræna þjóðina, en vald
þeirra yfir sjálfu landinu var stopult, hvenær sem ís-
lendingar sýndu viðnámsvott. En Bandaríkjamenn eru
fyrst og fremst að hugsa um valdið yfir sjálfu landinu.
Þeim er alveg sama um þjóðina, þó þeir þyrftu að
drepa hana, láta drepa hana eða flytja hana burt.
Landið er þeim aðalatriði, íslenzka þjóðin er þeim meira
að segja til trafala, ef hún er að burðast með einhverjar
hugmyndir um að hún eigi þetta land og hún ein eigi