Réttur - 01.01.1949, Side 93
15 ára landbúnaðaráœtlun
Ráðstjórnarríkjanna
Eftir Bandaríkjamanninn Lem Harris
Getur heimurinn brauðfætt öll sín börn? Enn hefur hann
aldrei gert það. Getum vér haft heim, þar sem ekki er hungur ?
Ennþá höfum vér ekki átt því að fagna. .Fáir af íbúum Banda-
ríkjanna gera sér ljóst, að mikill hluti mannkynsins lifir sult-
arlífi, háður næstu uppskeru, voðanum ofurseldur, þegar upp-
skera bregst. '
Önnur heimsstyrjöldin hefir gert þetta vandamál sérstak-
lega aðkallandi. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu
þjóðanna hefur skýrt svo frá, að aðeins sjö þjóðir, auk Ráð-
stjórnarríkjanna og hinna nýstofnuðu lýðræðisríkja í Austur-
Evrópu, framleiði næg matvæli til eigin þarfa. Þessi lönd eru:
Ástralía, Kanada, Danmörk, Nýja-Sjáland, Noregur, Sviss og
Bandaríkin. Þau 50 meðlimalönd Matvælastofnunarinnar, sem
eftir eru, hafa ónóg matvæli, „stórum minna af fæði og klæði
á hvern einstakling en þau höfðu fyrir styrjöldina". Þessi
skýrsla Matvælastofnunarinnar, dagsett í nóvember 1948, nefn-
ir nokkra ,,örðugleika“ á því að auka heimsframleiðslmia, með-
al þeirra: ótta framleiðsluþjóðanna um óseljanlega „offram-
leiðslu", fok og burtrennsli jarðvegs, rányrkju, skort á hent-
ugum sáðvörum og áburði, vöntun á fóðurvörum, landbúnað-
arvélum o. s. frv.
Ef haldið er áfram á sömu braut rányrkju og eyðileggingar,
þá má búast við allsherjarhruni á næstu þremur mannsöldr-
um. Formaður dýrafræðifélags New York borgar, Fairfield
Osborn, segir: „Ef vér högum oss eins næstu öld eins og á
þeirri sdðustu, mun menningin komast á grafar barm.“