Réttur - 01.01.1949, Side 111
RÉTTUR
111
en þeim eru aðeins ætlaðir fjórir kennarar til uppfræðslu,
og verða þeir að lifa á hungurlaunum.
Aðeins fjórðihluti negraskóla í hinu auðuga héraði
Bolivar, Miss. starfa í skólabyggingum. Hinir verða að
láta sér nægja peningahús, bílskúra og önnur álíka óhæf
húsakynni. Um það bil helmingur af öllum blökkubörn-
um í Missisippiríki hefur aldrei komið í skóla. Meira fé
er varið til skólavagna handa hvítum börnum í þessu ríki
en til skólahalds fyrir blökkubörnin samanlagt. Það
er því ekki að undra, þótt margir blökkumenn séu ólæsir.
Enn hryllilegri staðreyndir varðandi kjör blökku land-
búnaðarverkamannanna: fátækt þessa fólks og réttleysi er
hörmulegra en orð fá lýst. Hvítur plantekrueigandi get-
ur drepið blökkumann eða gert hann öryrkja til þess eins
að prófa nýju byssuna sína. Hann getur nauðgað blökku-
stúlku, móðgað blakka móður. Hann þarf ekki að óttast
refsingu.
Fyrir tíu árum bannaði Bandaríkjastjórn að elta uppi
flúna landbúnaðarverkamenn og flytja þá aftur með
valdi til þess að láta þá vinna af sér „skuldir”. Þó áræða
fáir slíkir verkamenn það enn í dag að hverfa opinber-
lega frá störfum á plantekrunum. En arðránið á þessum
blökkuþrælum er svo mikið, að margir þeirra laumast
í burtu — flýja að næturlagi, þó að þeir viti fullvel, að
með því leggja þeir lífið að veði.
Samkvæmt opinberum skilmálum ber landbúnaðar-
verkamanninum helmingur þess ávaxtar, sem hann sker
upp, eða helmingur peninganna, sem fyrir hann fæst. En
það er aldrei verkamaðurinn, sem fer með uppskeruna á
markaðinn. Það gerir plantekrueigandinn, og verkamað-
urinn fær aðeins þá upphæð, sem jarðeigandanum þókn-
ast að úthluta honum. Aftur er það plantekrueigandinn
einn, sem ákveður, hvað verkamanninum beri að greiða
fyrir notkunina á múlasna hans og plógi og fyrir hið hálf-
ónýta verkfæradót, sem hann hefur keypt 1 birgðaskemmu