Réttur - 01.01.1949, Page 116
Palme Dutt:
Það sem þeic seilast eítír:
Gúmmí, sinkt olia, kopar.
Grein þessi er rituð i marz s. 1. á undan forsætisráðherrafund-
inum í London.
TVö aðalmál eru á dagskrá :
1) Samskipti Indlands sem „óháðs og fullvalda lýðveldis“
við heimsveldifí
2) Ráðabruggið um aðgerðir i baráttunni gegn „kommún-
ismanum í Asiu“.
Þessí tvö mál eru nátengd.
Meðan öll athygli beindist að Atlantshafssáttmálanum og
Vesturlöndum, voru brugguð ný stríðsáform í Austurlönd-
um: margvíslegur undirbúningur hefur farið fram síðustu
mánuðina, sendimenn brezku stjómarinnar hafa verið sendir
til hinna ýmsu samveldislanda, tvær „Asíu“-ráðstefnur hafa
farið fram í Delhí undir forystu Nehrús, önnur um Indónesíu,
hin um Birma. Þrjár leynilegar hermálaráðstefnur hafa verið
haldnar í Singapore með landstjórum nýlendnanna og her-
stjórum í Austurlöndum, Malcolm Mac Donald var í forsæti.
Ennfremur tók bandarískur aðmíráll og foringjaráð hans
þátt í þessum ráðstefnum.
Sýnilega er þama eitthvert ráðabrugg á ferðinni. Það þarf
að vera á varðbergi gegn nýjum stríðsfyrirætlunum, og þær
eru víðar en í Vestur-Evróþu. Þetta stríðsráðabrugg kemur
ekki aðeins fram í Atlantshafssáttmála og Briisselsamningi.
Mikilvægasi stríðsvettvangurinn er nú í Austur-Asíu. Þar er