Réttur - 01.01.1949, Síða 119
RÉTTUR
119
fá upptöiku í hana slíkir fulltrúar „lýðræðisins“ sem Song-
gram marskálkur (fyrrverandi leppur Japana í Siam) og hinn
afsetti keisari Dao Dai (leppur Frakka í Indókína) o. fl.
Það er ekki lengur farið dult með hemaðarfyrirætlanir
þessarar nýju blakkar: „Til mála myndi koma Indlandshafs-
sáttmáli til viðbótar við Atlanzhafssáttmálann til að fram-
kvæma hið sögulega hlutverk að halda Rússlandi í skefjum,“
ritar „Daily Telegraph“ 14. 3.
Nákvæmari útlistun á einstökum atriðum, en birt var í
brezku blöðunum, var í „Straits Times“, 24. jan.: „1 hinum
nýju vamaráætlunum verður það aðalhlutverk Ástralíu og
Nýja-Sjálands að leggja til lofther og sjóher, þar sem
Indland og Pakistan myndu leggja til landherinn. Aðalframlag
Ceylons yrði hin hemaðarlega mikilvæga flotastöð í
Trincolmalee."
Vitað er, að Bandaríkjastjóm fagnar slíkum ráðagerðum
af hálfu samveldislandanna „sem mótvægi gegn útþenslu
Ráðstjómarríkjanna og kommúnismans."
Höfuðvígin í gagnbyltingu heimsveldissinnanna eiga eftir
þessu að vera í Indlændi , Pakistan og Ceylon. „Indland og
Pakistan myndu leggja til landherinn"! Þetta eru hin hróð'-
ursríku örlög, sem hinu „friðsama“ Indlandi eru fyrirhuguð
undir núverandi smánarstjórn þess: Að leggja til hermennina
til að undiroka Asíu!
Nehrú, sem nú er uppáhald heimsveldissinnanna og sterk-
asti fulltrúi hinnar andkommúnistisku kúguna.r innan heims-
veldisins, á að vera talsmaður og foringi hinnar nýju blakk-
ar í Asíu.
Nehrú reynir að breiða yfir smán indversku stjómarinnar
í lífvarðarhlutverki hennar fyrir brezk-amerísku heimsvalda-
sinnana með því að kalla Indland „þriðja aflið“, orðatiltæki,
sem hann hefur tekið að láni hjá sósíaldemókrötum í Evrópu.
Hann staðhæfir hreykinn, að Indland sé „frjálst og fullvalda
lýðveldi" og segir, að sú staðreynd, að Indland hefur nánast
samstarf við brezku og amerísku heimsvaldastefnuna, sé