Réttur - 01.01.1949, Page 120
120
RÉTTUR
sönnun þess, að Indland sé „frjálst og óháð“ um að velja
sér vini.
Á þingi Sameinuðu þjóðanna í París heldur hann mærðar-
fullar ræður með almennum orðatiltækjum gegn heims-
valdastefnunni, fer þaðan til London á ráðstefnu forsætds-
ráðherra samveldislandanna til að ræða ,,í trúnaði um al-
menn vandamál varðandi landvamir" og snýr síðan heim til
Indlands og varpar í fangelsi 857 járnbrautarstarfsmönnum
til að brjóta á bak aftur verkfall jámbrautarverkamanna eða
lýsir yfir því, að hann sé búinn að fangelsa 6500 kommúnista
Á grundvelli þessara staðreynda ætti ekki að vera erfitt
á hinni væntanlegu ráðstefnu að finna „formúlu“ fyrir því
að setja verði þessa tegund af „sjálfstæði" í samband við
blökk heimsveldissinnanna.
Þegar Sjang Kaj Sjek er orðinn til einskis nýtur lengur,
reyna heimsvaldasinnamir að nota Nehrú í hans stað. Hvert
sú leið liggur, hefur dæmi Sjang Kaj Sjeks sannað.
Ef vér viljum frið, verðum vér að binda endi á nýlendu-
stríðin. Nýlenduþjóðimar, sem berjast fyrir frelsi sínu eru
hinir sönnu bandamenn vorir. Málefni friðarins er hið sama
í Evrópu og Asíu.
Fulltrúar Asíuþjóða munu einnig sækja friðarþingið í
París. Þeir munu fá þar tækifæri til að flytja óskir sínar
mn þjóðemislegt frelsi og frið. Þetta er hin rétta leið þjóð-
anna til lýðræðis og friðar, ekki Atlantshafssáttmáli og
heimsveldaráðstefna.