Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 5
KETTUR
5
að hafa „molnað sundur“ og atvinnuleysi sett svip sinn
á líf verkalýðsins héldu íslendingar áfram að búa við
fulla atvinnu. Allar hendur höfðu verk að vinna. Hvert
heimili hafði jafnmargar fyrirvinnur og vinnufærir menn
voru fyrir hendi.
Nýsköpunartímabilið 1944—1946 varð íslendingum
einstæð sönnun þess, að á Islandi þarf enginn að ganga
atvinnulaus, að með jákvæðri beitingu ríkisvaldsins er
hægt að tryggja hverjum landsmanni varanlega atvinnu.
★
En árið 1947 var á ný brotið blað í sögu þjóðarinnar.
Islenzka borgarastéttin þoldi ekki lengur framfarastefnu
nýsköpunarinnar. Einkanlega hraus henni hugur við því,
að varanleg atvinna yrði í landinu.
Fyrir yfirstéttina þýddi full og varanleg atvinna verka-
lýðsins það, að hún réði ekki við hann, að hún yrði undir
í viðskiptum sínum við hann.
Verkefni þjóðstjórnarinnar 1947 var fyrst og fremst það
að binda endi á nýsköpunarstefnuna, er hafði tryggt fulla
atvinnu í landinu, og hefja framkvæmd afturhaldsstefnu,
er fól í sér hvorttveggja í senn: að framkalla ,,hæfilegt“
atvinnuleysi og að tryggja efnahagsleg og pólitísk völd
örfárra heildsala og stórútgerðarmanna með aðstoð banka-
valdsins og í skjóli erlendrar ,,hjálpar“.
Auðvitað var stefnuyfirlýsing þjóðstjórnarinnar íklædd
orðagjálfri um framhald nýsköpunarinnar, en það var ein-
ungis gert til þess að hylja hinn raunverulega tilgang og
vegna þeirra rótgrónu vinsælda, sem nýsköpunarstefnan
naut meðal þjóðarinnar.
Raunveruleikinn varð hinsvegar allur annar.
Ráðstafanir voru gerðar á öllum sviðum efnahags- og
stjómmála til þess að þrengja kosti atvinnulífsins.
Ein gagngerðasta ráðstöfunin var sú að setja á stofn