Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 8
8
RETTUR
ríkisstofnunum er vandlega vakað af eftirlitsmönnum og
,,ráðunautum“ bandaríska auðvaldsins.
En svo miklar voru undiröldur nýsköpunarátaksins, svo
sterklega var efnahagskerfi íslendinga grundvallað á ný-
sköpunarstefnunni, að það hefur tekið hina ameríkuþægu
íslenzku yfirstétt 4 ár að þrýsta atvinnulífi Islands niður
á stig atvinnuleysisins. Loks nú er atvinnuleysið sem var-
anlegt fjöldafyrirbæri orðið staðreynd.
Barátta verkalýðsins fyrir nýsköpun atvinnuveganna
var fyrst og fremst barátta hans fyrir atvinnu, fyrir því að
viðhalda henni og hindra innreið atvinnuleysins að nýju.
Eftir áratugs hlé á atvinnuleysinu er þessi barátta sett
á dagskrá á nýjan hátt, við nýjar aðstæður. Sú barátta
gegn atvinnuleysinu, sem nú er hafin, er í eðli sínu fram-
hald baráttunnar fyrir nýsköpunarstefnunni sem var trufl-
uð af burgeisastéttinni í þjónustu erlends auðvalds og
hervalds.
★
Atvinnuleysið er aftur orðið staðreynd á íslandi. Það
er þegar orðið böl þúsunda slenzkra verkamanna, kvenna
og barna.
Fyrsta til þriðja febrúar síðastliðinn voru skráðir í
Reykjavík einni 418 atvinnuleysingjar með 1019 manns á
framfæri, þar 394 börn. Þó má telja víst, að ekki hafi allir
atvinnulausir menn látið skrá sig.
Á sama tíma eða svipuðum voru mörg hundruð manns
skráðir atvinnulausir víða úti á landi.
í ályktun ráðstefnu, er 20 iðnsveinafélög héldu í Reykja-
vík 16.—18. marz s.l., er staðhæft, að ,,í byggingariðnaði
hafi verið svo til alger stöðvun mánuðum saman“ og að
„mikil óvissa“ ríki um atvinnuhorfur þeirra manna, er
þessa atvinnu hafa stundað. Ennfremur, að „svo til allar
iðngreinar eigi við vaxandi atvinnuleysi að stríða".
í ályktuninni er m.a. staðhæft, að „lánsf járskorturinn