Réttur - 01.01.1951, Page 11
RÉ TTUR
11
vinnuauikninguna snenti, sýndi reynslan annað, því vinn-
an var mjög mikið minni næstu ár á eftir.
Fljótlega sáu menn það, að þarna höfðu þeir gert hrapa-
lega vitleysu í því að lækka kaupið. Dýrtíð var mikil og
merrn gátu varla haft í sig og á, þó þeir væru alltaf að
vinna“.
En yfirstéttinni duga engar blekkingar og afneitun stað-
reynda. Verkalýðurinn og allur almenningur er meir og
meir að átta sig á hættunni, átta sig á því, að atvinnu--
leysið er ekki aðeins staðreynd, heldur og skipulögð árás
á verkalýðinn og millistéttir landsins.
I þessu sambandi verðskuldar afstaða Alþýðuflokks-
broddanna sérstaka athygli.
Forysta Alþýðuflokksins þykist vera á móti atvinnu-
leysinu. Erindrekar hans í verkalýðssamtökunum gera sér
meira að segja far um að sannfæra verkalýðinn um vilja
sinn til baráttu gegn því.
En á þessu sviði kemur tvöfeldni Alþýðuflokksforyst-
unnar áberandi í ljós.
Atvinnuleysið er til komið vegna þeirrar Marshallstefnu,
sem íslenzka yfirstéttin hefur framfylgt nú í hér um bil
fjögur ár.
En enginn flokkur, enginn aðili er ákveðnari fylgismaður
og forsvarsmaður þessarar stefnu en einmitt forysta Al-
þýðuflokksins.
Síðast á þingi sinu í haust er leið lagði Alþýðuflokkurimi
einna mesta áherzlu á fylgi sitt við Marshallhjálpina,
efnahagssamvinnustofnunina o. s. frv.
M. ö. o.: Alþýðuflokksforystan berst eins og ljón fyrir
þeirri helstefnu, sem leitt hefur til atvinnuleysis meðal
verkalýðsstéttarinnar, sem er að gera millistéttirnar gjald-
þrota og þrengja kosti mestallra atvinnuvega landsins.
í fjögur ár hefur Alþýðuflokksforystan verið samábyrg
yfirstéttinni um þessa stefnu og formaður Alþýðuflokksins
má aldrei hræra tungu sína á opinberum vettvangi svo