Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 14
14
RETTUR
3. Hafin verði vinna við byggingu fyrirhugaðrar togara-
hafnar og annarra þeirra mannvirkja, sem í undirbúningi
eru til að bæta aðstöðu útgerðarinnar.
4. Hafin verði strax vinna við þær opinberu byggingar
í bænum, sem vinna hefur stöðvazt við.
5. Næg f járfestingarleyfi verði veitt til bygginga og veitt
í tæka tíð svo að vinna geti hafizt strax og tíð leyfir.
6. Iðnaðinum verði tryggð nauðsynleg hráefni til starf-
rækslu hans.
7. Að svo miklu leyti sem þessar ráðstafanir nægja ekki
til þess að útrýma atvinnuleysinu, f jölgi bæjarstjóm verka-
mönnum í bæjarvinnunni það mikið, að atvinnuleysinu verði
útrýmt, og að tafarlaust verði bætt við 200 manns í gatna-
gerð og aðrar framkvæmdir bæjarins.
Auk þess var samþykkt áskorun um að lögleiða atvinnu-
leysistryggingar.
Eins og sjá má, er aöaleinkenni þessara atriða krafan um
eflingu atvinnulífsins með margvíslegur ráðstöfunum. At-
hyglisvert er ennfremur, að krafan um f jölgun í bæjarvinn-
imni er sett fram sem varakrafa.
Þessi stefnuskrá baráttunnar gegn atvinnuleysinu hefur
síðan verið grundvöllur að umræðum og ályktunum, sem
verkalýðshreyfingin hefur gert og síðar samræmt enn
betur aðstæðmn með fyllri kröfum svo sem um lán§fé til
starfsrækslu atvinnuveganna, afnám einokunar á útflutn-
ingi sjávarafurða o. fl.
Sérstaka athygli verðskuldar ályktun sú, er gerð var
seint í marz mánuði af sameinginlegum fundi stjóma
verkalýðsfélaganna í Rey-kjavík, þar sem verkalýðssam-
tökin bjóða atvinnurekendum samstarf í baráttunni gegn
atvinnuleysinu.
Þar sem þessi ályktun er sérstæð og með henni farið
inn á nýjar brautir, er hún birt hér í heild:
„Sameiginlegur fundur stjóma verkalýðsfélaganna í
Reykjavík, haldinn 29. marz 1951, ályktar að bjóða sam-