Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 15
BÉTTUR
15
tökum atvinnurekenda samstarf um eflingu atvinnulífsins
í þeim tilgangi að tryggja fulla atvinnu verkalýðsins
og fullan rekstur atvinnutækjanna. Séu skipaðar nefndir
af beggja hálfu, er beiti áhrifum sínum á hverjum þeim
vettvangi, er þeir fá við komið, að eftirfarandi atriðum:
1. Aukin sé framleiðsla á íslenzkum útflutningsafurðum,
höft á útflutningi sjávarafurða séu afnumin, en lágmarks-
verð sett á allar útflutningsvörur.
2. Innflutningur á hráefnum til innlenda iðnaðarins sé
gefinn algerlega frjáls, en bannað að flytja inn iðnaðar-
vörur, sem hægt er að framleiða sambærilegar í landinu.
3. Innflutningur á byggingarvörum sé gefinn frjáls, og
leyfilegt að byggja smáíbúðir á stærð við íbúðir verka-
mannabústaðanna án nokkurs fjárfestingarleyfis, enda
fullnægi þær byggingarsamþykktum.
4. Lánveitingar bankanna til atvinnufyrirtækja, er starfa
á heilbrigðum grundvelh, séu auknar stórum til þess að
tryggja fullan rekstur atvinnufyrirtækjanna og fulla at-
vinnu verkalýðsins.
5. Vextir til atvinnurekstrarins séu lækkaðir.
6. Öflugt verðlagseftirht og setning hámarksverðs á
vörum, sem ætlaðar eru til neyslu almennings og þarfa
y atvinnuveganna, alveg sérstaklega ef um er að ræða vörur
erlendra einokunarhringa.
Ákveður fundurinn að fela stjórnum Vmf. Dagsbrúnar,
Sjómannafélagsins, Iðju, félags verksmiðjufólks, Verka-
kvennafélagsins Framsóknar og Félags jámiðnaðarmanna
að tilnefna hvert einn mann í fimm manna nefnd til þess
að ræða þetta mál við atvinurekendur og skipuleggja sam-
starf þetta, ef hægt er að fá við þá samkomulag um það“.
★
Það sem af er hefir baráttan f yrir atvinnu aðahega verið
háð 1 eftirfarandi formum:
1. Snemma í haust sem leið kaus Fuhtrúaráð verkalýðs-