Réttur - 01.01.1951, Page 17
RÉTTUR
17
Að auki kemur hér til byrjandi hnm millistéttanna, sem
eiga allt sitt undir nægri atvinnu og kaupgetu í landinu.
Af þessum ástæðum er ljóst, að baráttan fyrir atvinnu
er í innsta eðli sínu þjóðleg barátta, sameiginlegur mál-
staður margvíslegra þjóðfélagshópa, sem allir eiga sitt
að sækja í greipar þeirrar fámennu klíku einokunar- og
auðhringa, sem stjóma landinu eftir erlendri „línu“.
Baráttan fyrir atvinnu er því orðin og verður að vera
barátta þjóðarinnar fyrir því að varðveita og efla sína
eigin atvinnuvegi, fyrir því að losa íslenzkt atvinnulíf úr
þeim helgreipum marshallstefnunnar, sem er að koma
landinu á vonarvöl, en leysa vandamál þess á íslenzkum,
þjóðlegum grandvelli.
Islenzkur verkalýður hefur þegar kynnst eftirminnilega
möguleikmn lands og þjóðar til þess að tryggja öllum
landsmönnum næga og varanlega atvinnu.
Hann hefur einnig kynnst eftinminnilega hörmungum
atvinnuleysisins og er nú að komast í kast við þær að nýju.
En íslenzka verkalýðsstéttin mun sýnilega ekki sætta
sig við nýtt svelti.
Hún er á leiðinni að sameinast í baráttunni gegn þeirri
vísvitandi og skipulögðu stefnu atvinnuleysis og neyðar,
sem íslenzka marshallklíkan er að leiða yfir fólkið til þess
að gera það sér undirgefið.
Og í þessari baráttu hefur verkalýðsstéttin þegar tekið
forystuna fyrir öllum þjóðlegum öflum og rétt hönd sína
hverjum þeim, sem vill tryggja íslenzkum mönnum verk
að vinna.
2