Réttur - 01.01.1951, Síða 18
MAGNÚS TORFl ÓLAFSSON:
Sigur kínverskrar alþýðu
Öllum er nú ljóst, tivílíka geysiþýðingn sigur alþýðu-
byltingarinnar í Kina hefur fyrir gang heimsmálanna. Ris-
inn sofandi í Austur-Asíu, sem fyrir fáum árum var fóta-
þurrka og bitbein útþenslugráðugra stórvelda í þrem-
ur heimsálfum, leikur nú úrslitahlutverk í heimsátök-
unum, skákar öflugasta herveldi auðvaldsheimsins, enda
þótt það hafi sent tvo þriðju tiltæks herafla síns á vettvang
og njóti beins hernaðarstuðnings tugs fylgiríkja sinna.
Um afstöðuna til Kína ríkir ágreiningur milli auðvaldsríkj-
anna sjálfra, sem enn sýður undir niðri, þótt tekizt hafi að
nokkru leyti að breiða yfir hann í bili. Fordæmi kínversku
alþýðunnar hefur æ víðtækari áhrif í þá átt að efla frels-
ishreyfingar í öðrum hálfnýlendum og nýlendum, þar sem
frelsisbarátta undirokuðu þjóðanna er nú háð af meira
krafti en nokkru sinni fyrr, hvort heldur baráttuaðferðim-
ar eru pólitískar eða hernaðarlegar. Með kínversku bylting-
unni hefur ekki aðeins fjölmennasta þióð heimsins bætzt í
fylkingu hins sósíalistiska heims, byltingin hefur einnig
gert það að verkum, að Indland, annað fjölmennasta ríki
veraldarinnar, f jarlægist smatt og smátt auðvaldsheiminn,
eins og skýrast hefur komið í ljós við afgreiðslu Kóreu-
deilunnar á þingi SÞ.
Eins og annarsstaðar er það auðvaldsskipulagið sjálft
og heimsdrottnunarstefna auðvaldsríkjanna sem skapaði
þann jarðveg, sem byltingin í Kína spratt upp úr. Kín-
verska lénsskipulagið hafði haldizt lítt breytt lengur en
nokkurt annað háþróað þjóðfélagsform, sem sagan getur.
En fyrir áhrif utanaðkomandi auðvaldsskipulags, sem fyrst
komu verulega til sögunnar fyrir rúmri öld, er Bretar