Réttur - 01.01.1951, Síða 23
RETTUR
23
hindranalausa för um land þeirra var, að hann gengi í fóst-
bræðralag við þá. Sú athöfn fer fram á þann hátt hjá
Lólóum, að aðilar drekka hver öðrum til í blóði nýhöggv-
ins hana. Er því við brugðið, hve vel Ljú Pósjeng hafi leyst
af hendi þá þraut.
Hið nýja yfirráðasvæði verkamanna- og bændahersins
í Sjensi var langtum harðbýlla og hrjóstrugra en það,
sem hann yfirgaf í Kjangsi, en bændurnir þar tóku honum
tveim höndum, er þeir voru frelsaðir undan oki lands-
drottna og spilltrar embættismannastéttar Sjang Kaiséks.
En markmiðið með löngu hergöngunni var ekki það eitt,
að finna byltingarhreyfingu Kína nýjan samastað, heldur
einnig og ekki síður að komast á vettvang, þar sem barizt
var rnn frelsi Kína gegn erlendum innrásarmönnum. Allt
frá því Japanir réðust inn í Mansjúríu árið 1931, hafði
kommúnistaflokkurinn hvatt til baráttu gegn árásarseggj-
imiun. Sjang Kaisék friðþægði hinsvegar erlendu óvinunum
hvað eftir annað, og sinnti engu öðru en að reyna að berja
niður byltingarhreyfinguna. Eftir því sem Japanir færðu
sig uppá skaftið varð krafa kínversku þjóðarinnar um and-
stöðu gegn þeim ákveðnari. Þegar verkamanna- og bænda-
herinn nam staðar í Sjensi hafði Sjang Kaisék sent gegn
honum her Mansjúríumanna, sem hörfað hafði inn í Kína
er Japanirv lögðu þann landshluta undir sig. Mansjúríu-
mennirnir reyndust ófúsir að berjast gegn löndum sínum,
sem stöðugt kröfðust að öllu afli Kína væri beitt gegn
Japöniun, og bezta samvinna tókst brátt með verkamanna-
og bændahemum og Mansjúríumönnunum. Sjang Kaisék
varð ævareiður þegar hann frétti, hversu komið var, og
fór til Sían á fimd Sjang Hsúelíang, yfirhershöfðihgja
Mansjúríuhersins, sem nefndur var ungi marskálkurinn.
Þegar hann komst að raun um, að Sjang Kaisék var enn
staðráðinn í að láta Japönum líðast að fara sínu fram og
berjast gegn kommúnistimum, handtók ungi marskálkur-
inn yfirboðara sinn. Ýmsir í herráði hans vildu taka Sjang