Réttur - 01.01.1951, Qupperneq 25
EETTUR
25
til þess að menn tóku að streyma í herina og f lokkinn hrað-
ar, en nokkru sinni fyrr. Sjang Kaisék lét beztu heri sína
brátit hætta öllum bardögum við Japani og sendi þá til að
einangra kommúnistaherina og jafnvel hvað eftir annað
til árása á þá. Þrátt fyrir þessi svikræði héldu kommún-
istar áfram að viðurkenna forystu stjórnar hans fyrir
þjóðfylkingunni.
Á frelsuðu svæðunum, sem herir þeirra og skæruliðar
vÖrðu gegn Japönum, skipulögðu kommúnistar samtök al-
þýðunnar til að ráða bót á aldagömlum órétti kínverska
lénsþjóðfélagsins. Bændasamb., með deild í hverju þorpi,
gætti þess að framfylgt væri leigulækkun og lækkun vaxta.
Kvennasambandið barðist fyrir frelsun kínversku konunn-
ar undan hefðbundinni áþján. Eitt af því, sem mönnum
mun sízt ljóst utan Kína um orsakir hins glæsilega sigurs
kínversku byltingarinnar, er sá mikli þáttur sem frelsun
konunnar átti í honum. Frá því sögur hófust hefir kín-
verska konan verið svo gersamlega undirokuð, að slíkt
hefur óvíða þekkzt annarsstaðar. Hún hefur verið þræll
fjölskyldu manns síns og hjónabandið hefur verið bein
verzlun milli foreldra brúðar og brúðguma. Með því að
kenna konunum að bindast samtökum og verja hver aðra
gegn hefðbundnum misþyrmingum og réttleysi, leysti
Kommúnistaflokkur Kína úr læðingi það afl, sem næst
eftir frelsun sveitaalþýðunnar af klafa lénsdrottnanna
varð drýgst til að tryggja sigur byltingarinnar. Atvinnu-
legur grundvöllur að frelsun konunnar var lagður, er
kommúnistaflokkurinn tók að endurreisa heimilisiðnað, á
svæðum, sem Japanir höfðu skorið úr öllum tengslum við
umheiminn, og fengu hrundið þeirri hefð í Norður-Kína,
að konur mættu ekki vinna utanhúss. Svo mikill var árang-
urinn af því, að konur tóku að vinna þar á ökrum, að frels-
uðu svæðin komust næstum klakklaust í gegnum 3ja ára
hungursneyð, sem stafaði af þurrki þrjú ár í röð, og olli
mannfelli svo milljónum skipti annarsstaðar í Norður-Kína.