Réttur - 01.01.1951, Page 26
26
R É T T U R
Þegar Japanir gáfust upp var kínverska þjóðin í sárum
eftir styrjöldina og krafðist friðar umfram allt. Kommún-
istar buðust til að taka sæti í samstjóm allra flokka undir
forsæti Sjang Kaisék og Maó Tsetúng fór til Sjúngking
til samninga við hann. En ráðaklíka Kúómintang vildi
ekki slaka um þumlung á einræðisvaldi sínu. Hún sendi
her gegn kommúnistaherjunum og embættismenn hennar
söfnuðu um sig bófaflokkum til að ráðast gegn fjölda-
samtökum frelsuðu svæðanna. Þrátt fyrir að Bandaríkja-
menn sendu Sjank Kaisék stöðugt ógrynni vopna og æfðu
heri hans tóku kommúnistar þátt í samningaumleitunum
við Kuomintang undir forsæti bandaríska hershöfðingjans
MarshaUs. Þar var gerður vopnahléssamningur, sem Sjang
Kaisék rauf, er hann taldi sig orðinn nógu öflugan vegna
bandarískra framlaga til að ráða niðurlögum kommúnista.
Þrátt fyrir þessi svik hvöttu kommúnistar ekki þá þegar
til baráttu til að kollvarpa stjórn Sjang Kaiséks. 1 fyrstu
háðu þeir borgarastyrjöldina, sem hófst fyrir alvöru 1946,
undir kjörorðum um að vopnahléssamningurinn skyldi
látinn taka gildi á ný og báðir herir hverfa til þeirra
stöðva, sem þeir héldu er hann var gerður. Engum gat
því blandazt hugur um, að það var Sjang Kaisék, sem
átti sök á borgarastyrjöldinni. ÖU þau öfl, sem í fyrstu
höfðu veitt hvorugum aðila að málum, snerust því áður
en lauk á sveif með kommúnistum og tóku upp samvinnu
við þá. Andstaða kommúnista gegn ásælni Bandaríkja-
manna og tilslökunum Sjang Kaisék við þá varð þyngst
á metunum til að vinna stúdenta og aðra menntamenn
til stuðnings við byltingaröflin, en fylgi þeirra er sérstak-
lega þýðingarmikið í landi eins og Kína, þar sem fáir
kunna lestur og skrift hvað þá að þeir hafi notið nokkurr-
ar annarrar fræðslu.
1 ræðu Maó Tsetungs, sem áður var getið, sýndi hann.
fram á, að sigur byltingarinnar væri undir því kominn, að
sameina sem breiðasta þjóðfylkingu gegn afturhaldsklíku