Réttur - 01.01.1951, Page 27
RÉTTUR
27
Sjank Kaiséks. Við jarðaskiptinguna, sem tekið var að
framkvæma í héruðunum á valdi alþýðuhersins árið 1946,
yrði ekki einungis að tryggja stuðning smábænda og
landnæðislausra verkamanna heldur einnig miðlungsbænd-
anna. Varast yrði að endurtaka villurnar frá 1931 til 1934,
er gengið var of hart að stórbændunum og landsdrottn-
unum. Þeir yrðu að fá hvorki meira né minna land en aðrir.
Maó sýndi fram á, að Kúómíntangklíkan kúgaði og þrengdi
kosti ekki einungis verkamanna og bænda, heldur einnig
smáborgara og miðlungsborgara, iðnrekenda og kaup-
manna. Því væru öll skilyrði fyrir hendi til að fá þá með í
þjóðfylkingarbaráttuna gegn einokunarauðmagni þeirrar
klíku, sem hafði ríkisvald Kuomintang að vopni til að
gera sér allt Kína að féþúfu. Lýðræðisbyltingin í Kína
getur ekki orðið sigursæl, nema hún sé gerð af víðtækri
þjóðfylkingu og framkvæmd undir traustri forystu komm-
únistaflokksins, sagði hann. Er Maó hélt ræðu sína grun-
aði fáa utan Kína, að borgarastyrjöldinni yrði lokið með
algerum sigri byltingaraflanna á meginlandi Kína tæpum
tveimur árum síðar, og að þá yrði sezt að völdum í Peking,
hinni fornu höfuðborg Kínaveldis, traust samsteypustjórn
kommúnistaflokksins og annarra þjóðrækinna stjórnmála-
samtaka. Kommúnistar höfðu sameinað gegn aíturhalds-
klíkunni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar.
Stjórnmálaráðstefna kínverskrar alþýðu kom saman í
Peking haustið 1949 til að ganga frá stofnun kínverska
alþýðuríkisins, setja því stjómskipxmarlög og kjósa stjóm.
Ráðstefnuna sat 661 fulltrúi frá Kommúnistaflokki Kína,
Lýðræðisbandalaginu, flokki frjálslyndra borgara, Bylt-
ingarnefnd Kuomintang, er sagt hafði skilið við Sjang
Kaisék, þegar hann hóf borgarastyrjöldina 1946, öðmrn
stjórnmálasamtökum, þjóðemisminnihlutum, trúfélögum,
verkalýðsfélögum, samtökum iðnrekenda og kaupmanna
og Kínverium erlendis.
1 hinum nýja þjóðfána sem ráðstefnan ákvað, er sýnd