Réttur - 01.01.1951, Síða 29
RÉTTUR
29'
Maó Tsetúng foringi kommúnistaflokksins. Varaformenn
eru sex, þrír kommúnistar og þrír fulltrúar annarra lýð-
ræðisflokka. Einn þeirra er ekkja Sún Jatsen stofnanda
Kúómíntang og mágkona Sjang Kaiséks, er sagði skilið
við Kúómíntang, er Sjang sveik byltingima og snerist gegn
kínverskri alþýðu. f hópi miðstjórnarmannanna sem alls
eru 56, eru þrír fyrrverandi Kúómíntanghershöfðingjar,
sem gengu í lið með alþýðuhernum í borgarástyrjöldinni,
iðjuhöldurinn Sjen Sjútúng frá Sjanghai og milljónarinn
Tan Kaki frá Singapore, fulltrúi Kínverja erlendis. Ríkis-
stjórnarráðið, sem leggur lagafrumvörp fyrir miðstjórn-
ina, er skipað 15 mönniun. Sex þeirra eru kommúnistar,
þrír úr Lýðræðisbandalaginu, þrir úr Byltingamefnd Kúó-
míntang og þrír eru fulltrúar fámennari samtaka. Ríkis-
stjórnarráðið lítur eftir störfum ráðuneyta og opinberra
nefnda. Ráðherrar em 37 og framkvæma ákvarðanir mið-
stjórnarinnar en mynda ekki ráðuneyti, er ákveði stjórn-
arstefnuna.
Maó Tsetung yfirgaf Kina í fyrsta skipti á ævinni 19.
desember 1949 og hélt til Moskva. Þar vom 14. febrúar
1950 undirritaðir þrír samningar milli Sovétríkjanna og
Kína. Hinn fyrsti er vináttu- og bandalagssáttmáli milli
þessara tveggja fjölmennu ríkja, er til samans telja sjö
hundruð milljónir íbúa eða nálægt þriðjung mannkynsins.
Þau heita hvert öðra gagnkvæmri aðstoð skyldi annaðhvort
verða fyrir árás af hálfu Japana eða ríkis í bandalagi við
Japan. f öðrum samningnum heita Sovétríkin að láta af
hendi ekki síðar en 1952 réttindi í Mansjúríu, sem þau
fengu í lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Loks var gerður
samningur um lánveitingu frá Sovétríkjunum til Kína til
kaupa á samgöngutækjum og iðnaðarvélum.
Um mitt sumar 1950 vora sett lög um framkvæmd jarða-
skiptingarinnar í Mið- og Suður-Kína. Markmið þeirra er
að binda endi á lénskt arðrán. landsdrottnastéttarinnar.
Jarðeignum landsdrottnanna, landbúnaðarverkfærum og