Réttur - 01.01.1951, Side 30
30
RETTUR
búpeningi verður skipt milli smábænda og landbúnaðar-
verkamanna. Landsdrottnamir fá að halda jafnmiklu landi
og hver bóndi. Hinsvegar er ekki skipt landi ríkari bænda,
sem rækta sjálfir jörðina, og þeir fá að leigja öðrum jafn-
mikið land og þeir nytja sjálfir. Fjölskyldum, þar sem
enginn maður er vinnufær, og bændum, sem keypt hafa
land fyrir afrakstur eigin vinnu, er leyft að leigja frá sér
helmingi mefra land en svarar meðalstærð bújarða á hverj-
um stað.
Jafnframt lögunum um jarðaskiptingu voru sett lög um
brautskráningu manna úr hernum og nýjar reglur um
skattlagningu. Afnumdir vom skattar á öllum búsafurð-
um nema aðaluppskeru bænda á hverjum stað og skatts
aðeins krafizt af ákveðnu meðal uppskerumagni. Uppskera
þar fram yfir er skattfrjáls. Tollar og skattar á framleiðslu
og nauðsynjmn voru lækkaðir en hækkaðir á verzlun og
munaðarvarningi.
Vorið 1950 lá eins og svo oft áður við hungursneyð í
ýmsum hlutum Kína vegna uppskerubrests og flóða. Al-
þýðustjórnin vann þá það þrekvirki, sem öllum öðrum
stjómum, sem setið hafa að völdum í Kína hefur reynzt
ofraun, að koma í veg fyrir hungursneyð. Vegna þess hve
skjótt hafði gengið að endurreisa og bæta samgöngukerfið,
tókst að koma kornbirgðum í tæka tíð frá hémðum, sem
kom höfðu aflögu, til þeirra sem liðu skort.
Eftir valdatöku alþýðustjórnarinnar sneri hún sér að
því að ráða bót á fjármálaöngþveitinu, sem borgarastyrj-
öldin og óstjóm Sjang Kaiséks höfðu leitt yfir Kína. Með
því að gera helztu lífsnauðsynjar að myntfæti tókst henni
að binda endi á gífurlega verðbólgu og festa verðgildi pen-
inganna. Hallalaus f járlög voru sett.
I ræðu í júní 1950 sagði Maó Tsetúng, að það myndi taka
um þrjú ár að koma á varanlegum umbótum í atvinnulíf-
inu. Til þess þyrfti að fullnægja þrem skilyrðum: ljúka