Réttur - 01.01.1951, Side 41
RÉTTUR
41
sem þar er. Á landsvæðinu sunnan fjallgarðsins skortir aðeins
vatn til þess að það sé náttúrlegt gróðurhús, þar sem vaxið gætu
döðlur, ólívur, appelsínur, granatepli og aðrir ávextir sem þurfa
heitt loftslag. Vatnið sem þetta hérað skortir verður nú leitt
þangað um langan veg.
Borgir og iðnaðarstöðvar í þessum þurru héruðum munu ekki
framar verða háðar því að fá vatn flutt sjóleiðis eða í lofti. Þegar
Túrkmenskurðurinn hefur verið byggður mun vatnið koma til
bæjanna hina eðlilegu leið — í pípum. Þegar vatnið kemur munu
tré og blóm vaxa í skemmtigörðum og á torgum bæjanna. Lífið og
starfið verður auðveldara í Nebit-Dag olíunámunum og í höfninni
í Krasnovotsk, við járnbrautarstöðvarnar og námubæina í fjar-
lægustu stöðum eyðimerkurinnar, þar sem menn vinna kol, brenni-
stein og gláber-salt úr jörðu.
Á stöðum, sem fætur manna hafa varla snert ennþá munu
blómlegar byggðir rísa. Byggðirnar verður að vernda gegn skrið-
sandi og sandbyljum, sem geta hulið skurði, vegi og þorp á skömm-
um tíma. Ofurvald heitu þurru sunnan vindanna og fellibyljanna
frá norðri sem fara mundu eyðandi yfir aldingarða og bómullar-
ekrur verður sigrað af hinu milda rólega valdi skóganna. Meðfram
báðum bökkum aðal-Túrkmenskurðarins verður plantað skógi til
skjóls, tveggja kílómetra breið belti hvoru megin.
Farþegum gufuskipanna sem sigla um skurðin mun finnast hann
líkur bláu bandi sem teygir sig gegnum skóginn. Til beggja handa
mun hávaxinn skógurinn rísa eins og veggur í allskonar afbrigðum
af grænu. Öspin mun vaxa við hlið álmsins og mórberjatré og
apríkósutré mun oft bera fyrir augu.
Skjólbelti gróðursett kringum akurlendi, borgir og verksmiðjur
Saxali, tamariska, silfurber og aðrir harðgerðir runnar munu binda
foksandinn. Trén munu vaxa örar hér en á norðlægari svæðum
vegna þess hve sumrin eru löng og heit og sólrík. Ef nóg er af
vatni mun hver hektari af skógi gefa af sér eitt þúsund rúmmetra
af trjáviði á 25 árum.
Það mun þurfa feikilegt átak til að koma öllu þessu í fram-
kvæmd. Á einum sex árum verður að vera lokið við að grafa