Réttur


Réttur - 01.01.1951, Side 41

Réttur - 01.01.1951, Side 41
RÉTTUR 41 sem þar er. Á landsvæðinu sunnan fjallgarðsins skortir aðeins vatn til þess að það sé náttúrlegt gróðurhús, þar sem vaxið gætu döðlur, ólívur, appelsínur, granatepli og aðrir ávextir sem þurfa heitt loftslag. Vatnið sem þetta hérað skortir verður nú leitt þangað um langan veg. Borgir og iðnaðarstöðvar í þessum þurru héruðum munu ekki framar verða háðar því að fá vatn flutt sjóleiðis eða í lofti. Þegar Túrkmenskurðurinn hefur verið byggður mun vatnið koma til bæjanna hina eðlilegu leið — í pípum. Þegar vatnið kemur munu tré og blóm vaxa í skemmtigörðum og á torgum bæjanna. Lífið og starfið verður auðveldara í Nebit-Dag olíunámunum og í höfninni í Krasnovotsk, við járnbrautarstöðvarnar og námubæina í fjar- lægustu stöðum eyðimerkurinnar, þar sem menn vinna kol, brenni- stein og gláber-salt úr jörðu. Á stöðum, sem fætur manna hafa varla snert ennþá munu blómlegar byggðir rísa. Byggðirnar verður að vernda gegn skrið- sandi og sandbyljum, sem geta hulið skurði, vegi og þorp á skömm- um tíma. Ofurvald heitu þurru sunnan vindanna og fellibyljanna frá norðri sem fara mundu eyðandi yfir aldingarða og bómullar- ekrur verður sigrað af hinu milda rólega valdi skóganna. Meðfram báðum bökkum aðal-Túrkmenskurðarins verður plantað skógi til skjóls, tveggja kílómetra breið belti hvoru megin. Farþegum gufuskipanna sem sigla um skurðin mun finnast hann líkur bláu bandi sem teygir sig gegnum skóginn. Til beggja handa mun hávaxinn skógurinn rísa eins og veggur í allskonar afbrigðum af grænu. Öspin mun vaxa við hlið álmsins og mórberjatré og apríkósutré mun oft bera fyrir augu. Skjólbelti gróðursett kringum akurlendi, borgir og verksmiðjur Saxali, tamariska, silfurber og aðrir harðgerðir runnar munu binda foksandinn. Trén munu vaxa örar hér en á norðlægari svæðum vegna þess hve sumrin eru löng og heit og sólrík. Ef nóg er af vatni mun hver hektari af skógi gefa af sér eitt þúsund rúmmetra af trjáviði á 25 árum. Það mun þurfa feikilegt átak til að koma öllu þessu í fram- kvæmd. Á einum sex árum verður að vera lokið við að grafa
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.