Réttur - 01.01.1951, Side 43
RÉTTUR
43
unarprammar með sogdælum sem munu taka upp 1000 rúmmetra
af leðju á klukkustund.
Aðeins risavélar af þessu tagi geta afkastað nokkru sem munar
í þessu stórkostlega verki.
Stærð og hraði þessa verks verður mikilfenglegri en nokkuð
sem áður hefur þekkzt í sambandi við vatnsvirkjanir.
Aldrei hefur skapandi hugur mannsins fengizt við eins stór-
kostleg verkefni, og aldrei áður hafa svo voldug mannvirki verið
reist af manna höndum.
Virkjun fljótanna þriggja, Volgu, Dnépr og Amú-Darju er fyrsta
stóra átakið til að gera mennina stjórnendur og herra náttúrunnar.
Þessvegna er það að sovétþjóðirnar tóku með svo miklum
fögnuði fregninni um hið mikla verk sem flokkur Leníns og
Stalíns hét á þær að leysa af hendi.
Verkamennirnir í Úral lofa að framleiða á mettíma hinar vold-
ugu grafvélar sem notaðar verða í eyðimörkinni. Vatnsvirkjunar-
fræðingar Armeníu, sem byggðu áveituskurðinn í Araratdalnum
vonast eftir að kunnátta þeirra og reynsla verði hagnýtt við
byggingu aðal Túrkmenskurðarins.
Á bökkum Úzboj, árinnar horfnu, minnast samyrkju fjárhirð-
arnir hinna gömlu þjóðsagna og drauma Túrkmenanna sem nú
munu rætast. Að fáum árum liðnum mun hinn gamli farvegur
fyllast af vatni á ný.
Það er ekki að undra að menn keppist við að fá að vera í þessum
her starfsins sem afreka mun þessu undri endursköpunarinnar.
Umsóknir streyma að frá nýbökuðum verkfræðingum sem biðja
um að fá að vinna að merkilegasta mannvirki vorra daga.
Nefnd vísindamanna skipuð af vísinda-akademíu Sovétríkjanna
starfar til aðstoðar við byggingu orkuvera, skurða og áveitu-
kerfa Volgu, mið-Asíu, Úkraínu og Krím.
í nefndinni eru landfræðingar, jarðfræðingar, byggingarverk-
fræðingar, skógfræðingar, hagfræðingar, vélaverkfræðingar, raf-
magnsfræðingar og efnafræðingar. Við slíkar framkvæmdir þarf
stöðugrar aðstoðar sérfræðinga í mörgum vísindagreinum.
Allir í landi okkar skilja að þessar miklu frarhkvæmdir sem