Réttur - 01.01.1951, Síða 46
46
R É T T U R
stjórnin lagði þá fyrir alþingi bauð betri kosti, en áður
höfðu verið falir. 1 frumvarpi þessu var jafnréttiskraf-
an nær því að vera viðurkennd en nokkurn tíma áður
og fjárhagskrafan sömuleiðis. Þessu frumvarpi þótti al-
þingi viðurhlutamikið að hafna eða breyta svo mjög, að
girt yrði fyrir að það næði samþykki þings og stjórnar
Dana. Samkvæmt frumvarpinu var réttarstaða landsins
skiigreind þannig: „Island er óaðskiljanlegur hluti Dan-
merkurríkis.“ Alþingi breytti því þannig: „ísland er óað-
skiljanlegur hluti Danaveldis, með sérstökum landsréttind-
um.“ Breytingin, sem er ekki mikil og sýnir það samkomu-
lagsvilja þingsins, miðaði að því að landsréttindunum væri
borgnara. „Danaveldi” var, eða gat verið víðtækara hugtak
en ,,Danmerkurríki“, auk þess sem beint er tekið fram að
Island hafi „sérstök landsréttindi". Auk konungs og kon-
ungserfða, áttu utanríkismál, hermál, ríkisráðið, þegnrétt-
ur, mynt, ríkisskuldir og ríkiseignir og póstgöngur milli
landanna að vera sammál, sem Island réði engu um og
kostaði engu til. öll önnur mál voru sérmál Islands, sem
alþingi og konungur réðu yfir í sameiningu. Hér höfðu
báðir aðilar slakað nokkuð til og þótt frumvarpið svo búið
færi alllangt frá kröfum Jóns Sigurðssonar og flokks hans,
reis enginn gegn því. Allir fundu til þarfarinnar á því að
bæta úr stjómarásitandinu, sem stóð öllum framförum fyrir
þrifum. Frumvarpið hafði að færa fjárhagsaðskilnað land-
anna og sérmálasjálfstjóm, auk þess sem það boðaði enda-
lok innlimunarstefnunnar, þ. e. að grundvallarlög Dana
giltu á Islandi, því það átti sjálft að vera sérstök íslenzk
„gmndvallarlög". Það mun og hafa stuðlað mjög að fram-
gangi frumvarpsins, að Hilmar Finsen stiftamtmaður, sem
jafnframt var konungsfulltrúi á þinginu, lýsti yfir í nafni
konungs, að alþingi hefði samþykktaratkvæði í málinu, þ. e.
að frumvarpið yrði ekki gert að lögum, nema alþingi sam-
þyktkíti það endanlega. Á þetta atriði lagði Jón Sigurðsson
alveg sérstaka áherzlu í umræðunum.