Réttur - 01.01.1951, Síða 48
48
RÉTTUR
J
in hafði nú svipt burtu samkomulagsgrundvellinum. Atferli
stjórnarinnar vakti gremju og óvild til Dana og má víða
sjá þess vott. Um þingtímann orkti Jón Ólafsson „íslend-
ingabrag" sinn og birti í „Baldri“, blaði er hann réð yfir þá,
aðeins 19 ára gamall. Blaðið var gert upptækt og Jón lög-
sóttur fyrir að hafa „ráðið til uppreisnar". Ef til vill er
átyllan sú, að í kvæðinu stendur: „von um uppreisn oss
heitt brenni í æðum“, þó Jón láti þá skýringu fylgja neðan-
máls, að hann eigi við „viðreisn mála vorra“. En allt kvæðið
er rammaukin ádeila á Dani og dahska Islendinga og það
var auðvitað nóg. Islendingabragur var lengi síðan her-
söngur þeirra, sem djarfast fóru í sjálfstæðismálunum. Jón
Ólafsson slapp úr landi til Noregs undan málsókn þessari,
hafðist hann við í Bergen næstu missirin og reit margt
um íslenzk mál í norsk blöð. Atburður þessi vakti mikla
athygli og gerði sitt til að æsa upp hugi manna. Sigurður
málari Guðmundsson segir svo í bréfi til Jóns Sigurðsson-
ar: „Islendingabragsmálið hefur vakið megna óánægju hjá
alþýðu, bæði hjá körlum og konum, og ekki sízt hjá konun-
um. Ég hef orðið var við bæði fundahöld og allskonar sam-
drætti á Norðurlandi útúr því.“
Stöðulögin
Haustið 1870 lagði stjórnin fyrir ríkisþingið frumvarp til
laga um stöðu íslands í ríkinu og var það gefið út sem lög
2. janúar 1871, án þess að leita um það álits alþingis. Svo
var kallað að lög þessi (stöðulögin) giltu til 1918 eins og
kunnugt er. Þótt margt væri að athuga við lögin frá is-
lenzku sjónarmiði, voru þau hagstæðari en fyrri frumvörp
stjórnarinnar, að undanskildu frumvarpinu 1867. Þetta við-
urkenndi Jón Sigurðsson. Meðal kosta mátti telja, að nú
var sleppt ívitnun í grundvallarlög Dana og sýndi það að
stjórnin var farin ofan af því að þröngva þeim upp á Is-
lendinga. Fyrsta grein stöðulaganna var alveg samhljóða
frumv. 1867, eins og alþingi gekk frá því: „Island er óað-