Réttur - 01.01.1951, Page 50
50
RÉTTUR
rétt sinn sjálfir, en það var af auðsæjum ástæðum lokuð
leið. Danir og fylgismenn þeirra hér heima höfðu nokkurn
rétt til að hælast um. Málstað Islands var stefnt í full-
komna tvísýnu. Það var því mikið vandamál hvemig al-
þingi skyldi bregðast við lögunum, en þann vanda leysti
Jón Sigurðsson að svo miklu leyti sem unnt var. Hann
vildi ekki mótmæla þeim sem hreinu valdboði, því það
var sama og segja að konungur hefði svikið loforð sín. En
það var eitt af grundvallaratriðum stefnu hans að nota
konungsloforðin sem vopn á stjórnina og kenna henni um
svikin. Konungur og íslenzka þjóðin vom hér aðilar að mál-
um, en ekki ríkisþing Dana, því Danir voru ekki með neinum
rétti yfirþjóð, heldur vom báðar þjóðimar jafnréttháar.
Jón Sigúrðsson ritaði um stöðulögin í Ný félagsrit 1871 og
sömuleiðis fjölda bréfa til fylgismanna sinna, til þess að
leggja á ráðin hvernig alþingi skyldi bregðast við. 1 einu
þessara bréfa segir hann: ,,— Nú er að skoða hitt, hvort
það (alþingi) skuli taka lög þessi sem „Oktroy“ [valdboð]
eða hvernig. Ef við tökum það sem Oktroy, þá komumst við
í þá klemmu, að konungur verður svikari fyrir loforðin
1867, og við verðum annaðhvort að gera að setja beina mót-
stöðu, eða að dúsa við þetta. Með okkar litlu dreifðu kröft-
um held ég það tæplega kleift og hætt við að við springum á
því. Þar á móti held ég réttara að segja: við álítum lög
þessi ekki sem Oktroy, heldur sem tilboð í lagaformi, skuld-
bindandi fyrir Dani, en ekki fyrir okkur, nema við sam-
þykkjum“. Á sömu forsendum byggði meirihluti þings 1871
mótmæli sín gegn þvi að stöðulögin væru gildandi fyrir
ísland og voru þau mótmæli síðar ein af höfuðstoðunum
undir þjóðréttarkröfum Islendinga.
Straumhvörf í dönskum stjómmálum.
Með stöðulögunum má segja að hefjist nýtt tímabil í
baráttunni, tímabil valdboða í stað samningaumleitana.
Þessi stefnubreyting gagnvart Islandi á rætur sínar að