Réttur - 01.01.1951, Side 54
54
RÉTTUR
um og mynduðu Hægriflokkinn, sem fór með völdin til ald-
arloka í trássi við allt lýðræði (Godsejerdiktaturet). Fáum
vikum áður en stöðulagafrumvarpið sá dagsins ljós, mynd-
uðu hægrimenn nýtt ráðimeyti undir forustu Holstein —
Holsteinborg greifa. 1 ráðuneyti þessu áttu sæti nokkrir
af hinum gömlu foringjum Þjóðfrelsisflokksins, svo sem
Krieger, höfundur stöðulaganna.
íslendingar áttu þannig í höggi við fulltrúa afturhalds-
samra yfirstétta. Dönsk alþýða háði frelsisbaráttu sína
gegn sömu yfirstéttum og var því í raun og veru vopna-
bróðir íslenzku þjóðarinnar. Þessu hætti Islendingum
stundum til að gleyma. Andúð á dönsku þjóðinni og jafnvel
Danahatur var ekki óþekkt hér hvorki fyr en síðar. Svo
fer jafnan, að hver þjóð er dæmd eftir stjórnendum
sínum.
Islenzk viðhorf.
I íslenzku þjóðlífi gerðust engar byltingar, sem breytt
gátu stjórnmálaviðhorfinu. Vaxandi kröfuharka og rót-
tækni í stjómskipunarmálinu kom sem andsvar við vald-
boðsstefnu danska afturhaldsins. Þjóðfélagið íslenzka var
enn ekki klofið í óbrúanlegar stéttaandstæður eins og hið
danska. Svo mátti heita að það væri bændaþjóðfélag, því
að bændastéttin var langf jölmennasta stéttin og setti svip
sinn á þjóðlífið. Árið 1870 var mannfjöldinn í landinu
69.763, af þeim lifðu 52.363 af landbúnaði, 6864 af sjáv-
arútvegi, af verzlun 881, af handverki 773, og af embætt-
um 2549. Sjávarútvegurinn var smárekstur nær eingöngu
stundaður á opnum bátum og því ekki farinn að draga til
sín vinnuaflið frá landbúnaðinum. Verzlunarmennimir vom
flestir annarra þjónar, innlendir fastakaupmenn munu hafa
verið 31 á öllu landinu. Meginþorri embættismanna vom
prestar, sem flestir vom jafnframt bændur og nátengdir
alþýðunni. Efnamunur var vitanlega mikill meðal manna.