Réttur - 01.01.1951, Síða 56
56
RÉTTUR
meðal hinna rauðari sjálfstæðismanna. Þetta er fyrsta og
síðasíta vísan:
Ég er konungkjörinn,
karl minn, segi ég þér.
Enda upp lýkst vörin
efri og neðri á mér
aldrei nema á eina lund:
eftir því sem þóknast bezt
þjóð við Eyrarsund.
Ég er konungkjörinn,
kross og nafnbót fæ.
í mér eykst svo mörinn
að ég skellihlæ, —
hlæ, þó gráti þjökuð þjóð.
Fyrir danska sæmd og seim
sel ég íslenzkt blóð.
Þetta er vitanlega engin óhlutdrægur dómur um þessa
menn, sem voru að ýmsu leyti merkir menn og þjóðlegir, þó
að þeir væru íhaldssamir og hefðu enga trú á þjóðfrelsis-
og lýðræðiskenningum nýja tímans. Þó verður því ekki
neitað, að þeir gengu stundum lengra til fylgis við stjórn-
ina, en sannfæring þeirra bauð, t. d. snerust þeir stundum
gegn málum sem þeir höfðu áður fylgt, af því einu að
stjórnin lagði á móti þeim þegar til hennar kasta kom.
Það er því líkast, sem þeir hafi talið embættisskyldu sína
að fylgja stjórninni gegnum þykkt og þunnt. Af þessu
hlutu þeir eðlilega ámæli. Enginn þeirra neitaði þörfinni
á stjómarbót og fjárhagsaðskilnaði, en afstaða þeirra í
hvert sinn er málið var rætt á alþingi, var sú, að taka bæri
því, sem í boði væri, það væri þó betra en ekkert. Það væri
meirihlutanum að kenna, að allt sat við það sama og á
einveldistímanum. Hins gættu þeir ekki, að hefði þeirra
ráðum verið fylgt, þá hefði ekkert verið í boði annað en
dönsku grundvallarlögin, þ. e. a. s. alger innlimun.
f.