Réttur - 01.01.1951, Qupperneq 57
RÉ TTUR
57
ReyJkjavík var höfuðsetur embættis- og kaupmanna-
valdsins danska. Samt mátti hún teljast ,,rauður“* bær í
stjómmálum og kauis til þingsetu einhvem traustasta fylg-
ismann Jóns Sigurðssonar, Halldór Kr. Friðriksson yfir-
kennara. Fylgi tómthúsmanna mun þar hafa ráðið úrslit-
um, enda voru þeir fjölmennasta stéttin í bænum. En
tómthúsmaður var hver sá húsráðandi nefndur, sem hvorki
var embættismaður né kaupmaður og hafði ekkert jarð-
næði og því enga málnytu (hafði ,,tómt hús“). Aðalat-
vinna reykvískra tómthúsmanna var sjósókn og áttu þeir
margir báta. Meðal tómthúsmanna kennir nokkurrar stétt-
arsamheldni á þessum tímum, kom það meðal annars
fram í svonefndu spítalagjaldsmáli. Gjald þetta var lagt
á sjávarafla með lagaboði 1871; en útvegsmenn vildu ekki
telja fram sumaraflann 1869, heldur aðeins vetrarvertíðar-
aflann. Stiftamtmaðurinn (Hilmar Finsen) skipaði þá bæj-
arstjórninni að áætla gjaldið af sumaraflanum. Varð
það til þess að bæjarfulltrúi tómthúsmanna (Jón Þórðar-
son í Hákoti) sagði af sér. En kosmng til bæjarstjómar
var stéttbundin, kustu tómthúsmenn einn fulltrúa, en
„borgarar og húseigendur“ fimm. Þegar kjósa átti nýjan
tómthúsmannafulltrúa, kom enginn á kjörfundinn og vom
það samtök tómthúsmanna. 1 annarri atrennu náðust f jór-
ir á kjörfundinn og var nýr fulltrúi kosinn með tveimur
atkvæðum. 1 apríl 1872 vom f jórir bæjarfulltrúar kosnir
eftir nýjum kosningareglum þar sem stéttarkosningin var
afnumin. Halldór Kr. Friðriksson var kosinn með atfylgi
tómthúsmanna. Um þessa kosningu segir hann svo í bréfi
til Jóns Sigurðssonar: ,,ég býst nú við að ég hafi fullt í
fangi að ná kosningu hér í Reykjavík, en eigi er ég þó enn
vonlaus, ég treysti tómthúsmönnunum, en kaupmennim-
ir sumir, og ef til vill [Hilmar] Finsen í laumi, rnunu vinna
* Þá, eins og nú, var þetta orð notað um þá, sem voru róttæk-
astir í stjórnmálum.