Réttur - 01.01.1951, Page 58
58
RÉTTUR
í gagnstæða átt“. H. Kr. F. getur þess einnig á öðmm
stað, að Pétur biskup hafi ávítt sig fyrir að hafa „æst
tómrthúsmennina upp“ í spítalagjaldsmálinu. Handverks-
menn höfðu félagsskap og héldu uppi „sunnudagaskóla“
fyrir sig. Sigurður Guðmundsson málari segir svo um fé-
lagslífið í Reykjavík á þessum árum, í bréfi til Jóns Sig-
urðssonar: „Þér minnist á félög héma í Reykjavík, það
er verst, að þótt menn hafi allt, þá vantar vitið, verkmenn
hér eru ekkert, handverksmenn eru þó dálítið, þeir hafa
þó líklega bezt gengið fram í því að koma á stað verzlun-
arsamtökunum." Vistabandið var í fullu gildi og vinnu-
fólk varð að vera vistráðin árshjú. Þótt hægt væri að
kaupa sig undan þessari kvöð með ærnu gjaldi og gerast
lausamenn og það gerðu nokkrir, var eiginleg verkamanna-
stétt varla til í nútímaskilningi orðsins. Framleiðsluhætt-
imir vom enn of frumstæðir til að kalla hana fram. Alda
verkalýðshreyfingarinnar og sósialismans, sem risin var
í Danmörku, náði því ekki hingað. Að vísu má geta þess,
að á málfundi í leynifélagi nokkurra menntainanna
(„Kveldfélaginu"), voru háðar rökræður um sósíalisma og
kommúnisma veturinn 1872—73, eflaust þær fyrstu, sem
fram hafa farið hér á landi. Gerðist Jón Ólafsson þar for-
mælandi sósíalismans, en aðalandmælandi hans var Gísli
Magnússon skólakennari. Þetta var þó aðeins dægradvöl
nokkurra menntamanna, sem Parísarkommúnan og fram-
sókn verkalýðshreyfingarinnar hefur vakið til umhugsun-
ar um sósíalismann. Enginn þeirra gerðist síðar, þegar
verkalýðshreyfingin hófst, formælandi hennar og þaðan af
síður sósíalismans. Jón Ólafsson var á efri árum sínum ein-
dreginn boðberi hinnar borgaralegu hagfræðikenningar og
varð einna fyrstur manna hér til að rita fræðilega gegn
sósíalismanum.