Réttur - 01.01.1951, Page 65
RÉTTUR
65
nefnum, þó ritar Eiríkur Magnússon greinaflokk undir
nafni í þýzka blaðið Unsere Zeit í Leipzig („Island und. die
Islánder“). Greinum um Islandsmál mun hafa verið auð-
velt að koma í þýzk blöð, vegna óvildar Dana og Þjóðverja
út af hertogadæmunum. í Þýzkalandi átti ísland líka hauk
í horni, Konráð Maurer. Hinsvegar var Dönum fátt ver við
en að þeir væru klagaðir fyrir Þjóðverjum fyrir íslands-
póhtík þeirra. „Mest svíður þeim [c: Dönum] að við skul-
um vera að fara í Þjóðverja, svo láta stúdentar hér á Garði
á sér heyra. Þeim hefur víst eikki litist á blikuna í „Unsere
Zeit“, segir Björn Jónsson í bréfi til Eiríks Magnússonar.
Aðalvettvangur Atgeirsmanna voru þó norsku blöðin, Dag-
bladet í Kristjaníu (Osló) og Bergens Tidende i Bergen.
í des. 1872 birtist í Dagbl. grein „Den danske Voldspolitik i
Island“, undirrituð „Hjörleifr", en höfundur var Eiríkur
Magnússon. Spunnust út af henni ritdeilur í norskum blöð-
um. Sigurður Jónsson var sá annar en Eiríkur sem lét mest
til sín taka með ritsmíðarnar. Eftir hann er í Dagbl. grein
er nefnist „Den islandske Forfatningskamp", undirr.
„Grjótgardr" og kom hún út sérprentuð. En afleiðinga-
ríkust fyrir Atgeirinn var þó grein eftir hann í dönsku
blaði, „Hejmdal", um Pétur biskup. Pétur svaraði í sama
blaði. Sigurður svaraði aftur í Bergens Tidende með grein
sem nefndist: „I ere dyrekjöbte, vorder ikke Menneskens
Trælle“. Var hún svo svæsin, að'Pétur biskup stefndi rit-
stjóra Berg. Tid., Ólafi Lofthus, fyrir meiðyrði, en hann
neitaði að segja til um höfundinn. Við eftirgrenslan kom
þó fram skrifleg yfirlýsing frá einhverjum G. B. Gíslasyni
í Reykjavík, um að hann væri höfundur. Pétur biskup áleit
játningu þessa falsaða, sem var og birti í Þjóðólfi auglýs-
ingu þar sem hann hét hverjum sem gæti sagt sér til um
höfundinn, 50 ríkisdölum. En það bar ekiki árangur. Málið
féll því á Lofthus og var hann dæmdur í 20 rd. sekt, auk
málskostnaðar. Þessa upphæð urðu Atgeirsmenn að greiða,
og voru við því búnir, höfðu þeir safnað fé til þess haustið
5