Réttur - 01.01.1951, Side 73
KÉTTUR
73
þeirra atkvæðamest. Aðalforgöngumaður Húnaflóafélags-
ins, Páll alþm. Vídalín í Víðidalstungu, segir berum orðum
í bréfi, að ræður Hilmars Finsen í stjómarbótarmálinu
1869 hafði verið hvötin til stofnunar þess. Norska samlagið
sem hófst 1871, var einnig af pólitískum rótum runnið, eins
og kunnugt er. Fleiri félög vom stofnuð á þessum árum, svo
sem verzlunarfélög á Isafirði og í Reykjavík og nágrenni.
Um s’keið var í ráði að Rangæingar og Vesturskaftfelling-
ar stofnuðu sameiginlegt félag, en úr því varð þó ekki.
Kaupmenn sáu fram á sitt. óvænna, ef þessu héldi áfram, og
bundust nokkrir þeirra samtökum er þeir nefndu „Verzl-
unarsamkunda í Reykjavík,“ og réð það bandalag yfir
mestallri verzlun á suðvesturhluta landsins.
Flest þessi verzlunarfélög urðu skammæ, og sýnir það
eitt með öðru að þau voru til orðin í hita stjórnmálabar-
áttunnar, en ekki byggð á nægri fyrirhyggju og félags-
þroska.
Landsliöfðinginn.
Eins og áður er getið, sögðu stöðulögin ekkert um með-
ferð og stjórn þeirra mála, sem þar voru talin sérmál ís-
lands. Æðsta valdið yfir þeim var eftir sem áður í hönd-
um stjórnarinnar (dómsmálaráðherrains) og konungs. Eina
breytingin var sú, að ríkisþingið hafði afsalað sér beinum
afskiptum af sérmálunum. Það var ekki ætlun stjórnar-
innar, að veita Íslandi neitt sérmálasjálfstæði í bráð. Hins-
vegar hugði hún á nokkiar breytingar á umboðsstjórninni,
og þinguðu þeir Hilmar Finsen og Krieger um þetta vet-
urinn 1872. Svo var þó leynt með farið, að því er Jón Sig-
urðsson segir, að starfsmönnum íslenzku stjórnardeildar-
innar var hótað hörðu, ef nokkuð vitnaðist um þetta. 4. maí
1872 var gefinn út konungsúrskurður um að stofnað skyldi
nýtt embætti á íslandi frá 1. apríl 1873 og skyldi sá em-
bættismaður heita landshöfðingi yfir Islandi. Landshöfð-