Réttur - 01.01.1951, Side 75
R É T T U R
75
stjómin vildi ekki unna landinu neins sjálfsforræðis, ekki
einu sinni í þeim málum sem stöðulögin töldu sérmál þess.
Andúðaraldan sem þetta vakti, bitnaði að ekki litlu leyti
á Hilmari Finsen. Þegar er það vitnaðist um þessi mála-
lok, komu á gang undirskriftaáskoranir til hans um að
segja af sér embætti og hverfa af landi burt. Eru Atgeirs-
menn sennilega upphafsmann þessara áskorana. Sömdu
þeir og sendu heim veturinn 1872—73 eitit slíkt ávarp. Und-
irskriftirnar virðast ekki hafa orðið almennar, að minnsta
kosti er þeim ekki á loft haldið síðar. Eiríkur Magnússon er
í bréfum sínrnn til Jóns Sigurðssonar sárgramur yfir deyfð
landa sinna og bregður þeim um hugleysi: „Menn hafa
nú enga afsökun fyrir að lúðra með hatrið til Finsens, og
það er ófyrirgefanlegur vesaldómur að ganga ekki beint
að manninum og segja honum að snáfa burt. Ég hefi reynd-
ar skorað á hann í Norðanfara að hafa sig brott, og ef Bjöm
hefur tekið greinina, þá kann hún að gefa impuls [hvöt]
hinum hnjáliðaveiku út um land, en það er ótrúlegt að menn
þurfi þess með til að neyta jafn löglegs réttar, eins og að
heimta af hötuðum embættismanni að segja af sér.“ 1 sama
streng tóku nokkrir hér heima, t. d. skrifar Ólafur Sigurðs-
son í Ási í Hegranesi* í apríl 1873: „Mér hefur stundum
komið í hug, að nú sé okkur farið að hnigna síðan við
báðum Grím amtmann að leggja niður stjómina, sem líka
dugði. Hann var að sönnu búinn að missa traust lands-
manna, en ekki hefur Hilmar misst það síður.“
Jafnframt stofnun landshöfðingjaembættisins, var sam-
einað suður- og vestur-amt undir einn amtmann og skyldi
hann sitja í Reykjavík. Það embætti hlaut amtmaður vest-
uramtsins Bergur Thorberg, tengdasonur Péturs biskups.
Bergur Thorberg var á háskólaárum sínum fylgjandi Jóni
Sigurðssyni og um skeið í ritnefnd Nýrra félagsrita, en
var nú orðinn ákveðinn stjórnarsinni. Hann varð landshöfð-
Þingmaður Skagfirðinga 1865—67.