Réttur - 01.01.1951, Síða 76
76
R É T T U R
ingi eftir að Hilmar Finsen sleppti því embætti og fór til
Kaupmannahafnar, þar sem hann varð borgarstjóri og
síðar innanríkisráðherra um skeið. En Bergur naut vald-
anna skamma stund, hann andaðist 1886.
Mótspyrnan gegn landshöfðingjafyrirkomulaginu kom
meðal annars fram í æsingum og ,,demonstrationum“ í
Reykjavík og enda víðar* veturinn 1873. Eiríki Magn-
ússyni segist svo frá í bréfi til Jóns Sigurðssonar: „Af
bréfinn hinna yngri manna má ráða, að heldur sé orð-
ið heitt unga Islandi um hjartaræturnar. Sumum þyk-
ir landshöfðingi dræpur, sumir hafa verið að skjóta
púðri — ekki er nú meira um — inn í hina helgu glugga
biskups og allur er hinn imgi heimur í vígahug að því er
séð verður — og þó hafa þeir ekki einurð að biðja Finsen
að fara frá.“ Púðurskotið í skrifstofuglugga Péturs bisk-
ups vildu vinir hans og venzlamenn kalla morðtilraun við
hann og á þá leið er á þetta minnst í blaðinu Víkverja, en
Tíminn, smáblað sem kom út um þetta leyti, tekur því f jarri
og telur skotið jafnvel óviljaverk, enda gerðist þetta á
gamlaárskvöld og þá eins og nú var tíðfcanlegt að kveðja
árið með púðursprengingum. Um nýársleytið mun það
einnig hafa gerzt, að skólapiltar fóru í einskonar „kröfu-
göngu“ heim til Hilmars Finsen og lýsir Eiríkur Magnús-
son því þannig: „Þegar Islands bragur* var sunginn á
stignum fyrir utan Stiísa**, sendi hann rektor Jóni boð að
stoppa strákana. Jón kom og beiddi skólann að þegja, þeir
fussuðu við og fóru Sínu fram. Þá náði hann í Magnús
* Björn Jönsson segir t d. í bréfi til E. M.: „Hefurðu heyrt
Demonstration Stykkishólmsbúa 1. apríl? Þeir flögguðu úti á
flötunum með sjö dauðum hröfnum, sex í hálfri stöng með upp
spert ginin upp til þess sjöunda sem sat ofan á stönginni haus-
laus!“ Frá þessu er einnig sagt í samtíma blöðum.
* Þ. e. íslendingabragur.
** Þ. e. stiftamtmann (Finsen).