Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 77
RÉTTUR
77
Skaftason og segir: „Er þetta skólapiltur?“ Magnús vind-
ur sér af honum ómjúklega og segir: „Far þú í helvíti!“
Síðan gengu sveinar hvert er þá lysti og hlógu dátt að
rektor blótandi og ráðalausum. En ekkert varð átt við
varginn."
Landshöfðingjalineykslið.
Árla morguns 1. apríl, daginn sem hinn nýi landshöfð-
ingi settist í embættið, tóku Reykvikingar eftir því, að
svört dula með orðunum „niður með landshöfðingjanh“
áletruðum var dregin upp á flaggstöngina hjá húsi stift-
amtmannsins (núverandi stjórnarráðshúsi). Spjöld með
sömu orðum og viðbótinni „engin stöðulög“ voru fest upp
á nokkur hús í bænum. Þennan dag ætluðu embættismenn
og broddar bæjarins að sækja hinn nýdubbaða landshöfð-
ingja heim og votta honum hollustu sína og virðing. En
svo mikil æsing var í bæjarmönnum, að slíkt þótti ekki
mðlegt að sinni. Þann 18. apríl var afmælisdagur konungs.
Tóku höfðingjar það ráð að hylla þá báða þann dag, lands-
höfðingja og konung og héldu veizlu mikla. Ekki sátu
hana aðrir en embættismenn og kaupmenn, en ritstjórarnir
Jón Guðmundsson og Jón Ólafsson ásamt prestaskóla-
nemendum og fleirum héldu aðra veizlu og var Jóns Sig-
urðssonar þar minnzt. í lærða skólanum var hin þriðja
veizla, svo sem venja var til á afmælisdegi konungs. Fór
hún vel fram þar til skólapiltur nokkur mæltist til að
drukkin yrði skál hins nýja landshöfðingja. Var þá kast-
að til hans glasi, svo að hann skeindist nokkuð og var
skálin aldrei drukkin. Urðu útaf þessu yfirheyrslur og
rekistefna. Um þessa atburði alla skrifaði Jón Ólafsson
greinina, „Landshöfðmgjahneykslið“ í blað sitt „Göngu-
Hrólf“, er hann hafði byrjað að gefa út haustið 1872, með
tilstyrk Kveldfélagsins. Jón gekk svo nærri Hilmari Finsen
í greininni, að Hilmar höfðaði meiðyrðamál á Jón og