Réttur - 01.01.1951, Side 78
78
RÉTTUR
voru þeir kallaðir á sáttafund. En sættirnar tókust ekki
betur en svo, að af þeim spunnust ný meiðyrðamál, og
kærði Jón Hilmar fyrir meiðyrði við sig. Jón Ólafsson
fékk Göngu-HróLf prentaðan i prentsmiðju landsins með
því móti að skólakennararnir Gísli Magnússon og Halldór
Guðmundsson ábyrgðust prentunarkostnaðinn. En prent-
smiðjan var undir stjórn stiftyfirvaldanna. (stiftamtm.,
biskups og rektors). Hilmar Finsen skrifaði nú þeim Gísla
og Halldóri í embættisnafni, og mæltist til að þeir segðu
upp ábyrgðinni, og hugðist með þessu koma Göngu-Hrólfi
á kné. Halldór mun hafa orðið við þessu, en Gísli neitaði.
Þá reyndi Hilmar að koma Jóni i fangelsi, með því að kref j-
ast greiðslu sektar, sem hann hafði verið dæmdur í fyrir að
prenta ritið „Smávegis" í ólöglegri prentsmiðju Benedikts
Sveinssonar á Elliðavatni nokkru áður. Vissu allir, að Jón
gat ekki borgað sektina, en vinir hans skutu saman og
greiddu hana. En ritstjórn Jóns var nú lokið að sinni,
meiðyrðamálin féllu á hann í landsyfirrétti og var hann
dæmdur í 200 ríkisdala sekt, eins árs og sex mánaða fang-
elsi. Flýði hann úr landi í annað sinn, fór nú til Ameríku.
Hann tók aldrei út refsinguna og voru honum gefnar upp
sakir siðar fyrir atbeina Hilmars Finsen. Jón var þegar
þetta gerðist aðeins 23 ára að aldri og þjóðfrægur fyrir
stjómmálaafskipti sín og blaðamennsku, enda var hann
flestum mönnum víglegri á þeim vettvangi og djarfari í
ráðum, en ekki að sama skapi gerhugull og stefnufastur.
Á efri árum gerðist hann hægfara í sjálfstæðiskröfum og
hinn ákveðnasti andstæðingur skilnaðar við Danmörku.
Skilnaðarhreyfingin þingeyska.
Gerræði dönsku afturhaldsstjórnarinnar varð síður en
svo til þess að draga úr sjálfstæðishug Islendinga. Kröf-
urnar skerptust, áhuginn varð almennari og óþolinmæði
gagnvart stjómarbótarbaráttu, sem leit út fyrir að vera
vonlaus, greip um sig. Þessi árin var vesturfarastraumur-