Réttur - 01.01.1951, Blaðsíða 82
ríkis yfir oss, því að ættleggur Friðriks þriðja hafi dáið
út með Friðriki sjöunda, en við engan þátt átt í erfða-
lögunum nýju frá 1853 er Kristján níunda hófu í konungs-
sæti. Stingur Einar því uppá, að á Þingvallafundi í sumar
skuli samin stjórnarlög handa Islandi og menn sendir
með þau á fund Kristjáns og honum boðin þar konungs-
tign yfir Islandi ef hann samþykki þessi stjórnarlög, ann-
ars játum við hann ekki konung vom. Þessi ritgjörð hafði
verið rædd á Þingeyrafundinum í vetur og fallizt á stefnu
hennar að mestu, en þó nokkuð vikið í aðra átt um störf
Þingvallafundarins, hefur Tryggvi ekki getað frætt okkur
á því nákvæmlega."
Það mun ofmælt, að fundurinn hafi „að mestu“ fallizt
á stefnu Einars, og öllum ályktunum drepið nokkuð á
dreif. Helzt virðist hafa verið deilt um hvort Þingvalla-
fundurinn skyldi starfa sem stjómlagaþing og semja stjórn-
arskrá. Skafti Jósefsson síðar ritstjóri var fundarstjóri
og skýrir hann þannig frá fundinum í bréfi til Jóns Sig-
urðssonar.
„Tryggvi [Gunnarsson] fer og getur bezt manna skýrt
yður frá stefnunum sem komu fram á honum (Þingeyraf.),
ég held að ég hafi gjört dálítið til þess að draga þær sam-
an, því eg var svo lukkulegur, að báðir höfðu mig að
trúnaðarmanni, Þingeyingar og Húnvetningar, en hefði
þeim ei saman komið, þá sá eg að mikið var tapað, og öll
snerpa úr málinu, en þó ég sé jafnvel nær Þingeyinga
stefnu, þá þori ég ei að gera Þingvallafundinn að Consti-
tuante [stjómlagaþingi], og þar hélt eg að fara nærri
meiningu yðar. Ástæðurnar vom skrifaðar í flýti og verða
víst langtum betur túlkaðar, er við komumst í næði og höf-
um tekið ráð okkar enn betur saman, sem nú þarf við, ef við
eigum ei að verða alveg undir á þingi í sumar. En eg
reýndi að teygja úr nefndaráliti fundarins, svo við gætum
gjört það úr þjóðfundinum er okkur sýndist er þangað væri
komið,“