Réttur - 01.01.1951, Síða 85
RÉTTUR
85
nótt og í grenjandi hríð og hann látinn vega hálfklæddur
móti hríðinni? Þá væru íslendingar fyrst í essinu sínu,
því þá þyrftu þeir varla að óttast skotin, þegar allt væri
rennandi blautt.“
Þó að þessar skólapiltahugleiðingar séu vart alvarlega
meintar, eru þær þó á sinn hátt spegill tímanna. Saga
nítjándu aldarinnar er að öðrum þræði saga þjóðfrelsis-
baráttu og sífelldra uppreisna undirokaðra þjóða og þjóð-
ernisminnihluta. íslendingum voru frásagnir af slíkum at-
burðum hugstæðar, þeir fundu að þeir áttu samstöðu með
hinum undirokuðu. Og rökrétta svarið við ofbeldisstefnu
Danastjórnar var auðvitað að Islendingar tækju rétt sinn
sjálfir. En það hefði kostað stríð, sem þeir gátu ekki háð,
nema í dagdraumum sínum.
Þingvallafundurinn 1873.
Þingvallafundurinn var faldurinn á frelsisöldu þeirri, sem
stjómin hafði magnað með alríkisstefnu sinni. Um fund-
inn hefur verið nokkuð deilt fyr og síðar og stundum til
hans vitnað sem alveg einstakrar öfgasamkomu, þar sem
Jón Sigurðsson hafi misst taumhaldið á fylgismönnum
sínum og skýrt og ákveðið mótmælt persónusambands-
kröfunni. Óvissan um hvað raunverulega gerðist á fundin-
um, kemur til af því, að skjöl fundarins em nú ekki lengur
til. Aðalheimildin er skýrsla blaðsins ,,Víkverja“, sem var
undir niðri stjórnarsinnað og vildi því gera sem mest úr
ágreiningnum í þjóðlega flokknum. Hefur dr. Páll Eggert
Ólafsson fært rök að því í riti sínu um Jón Sigurðsson,
þótt hann hinsvegar geri of lítið úr ágreiningnum og gangi
framhjá hreyfingu þeirri sem að framan er lýst, um breytta
baráttuaðferð í stjómskipunarmálinu. En án þess að gera
grein fyrir henni, verður sumt er gerðist á Þingvallafund-
inum lítt skiljanlegt.