Réttur - 01.01.1951, Side 89
RÉTTUR
89
hafa mjög takmarkað lagasynjunarvald, þannig að frum-
vörp urðu að lögum þrátt fyrir synjun konungs, ef þrjú
þing í röð samþykktu þau. Það ákvæði átti sér ek-ki for-
dæmi í stjórnarskrá nokkurs þingræðislands á þeim tím-
um.
Um frumvarpið og gerðir nefndarinnar urðu miklar
deilur, sem stóðu allt til hádegis 28. júlí. Um þær eru engar
ítarlegar heimildir til. „Víkverji" segir að þeir Jón Sig-
urðsson forseti, síra Stefán Thorarensen á Kálfatjörn,
Matthías Jochumsson þá prestur í Móum og Jón Guð-
mundsson hafi mælt móti tillögum nefndarinnar. Bæði
,,Víkverji“ og „Fréttir frá íslandi 1873“ skýra nokkuð frá
rökstuðningi þeirra, en ekki hvað hver fyrir sig lagði til
mála. Ljóst er af þvi, að þeir hafa einkum fundið að með-
ferð málsins hjá nefndinni. Segir í „Fréttum", að þeir
hafi veitt henni „átölur fyrir það, að hún hefði misskilið
ætlunarverk sitt og fundarins, með því að semja nýtt frum-
varp til stjórnarskrár og taka þannig fram fyrir hendur
alþingis". Báðum heimildum ber einnig saman um að frum-
varpið hafi verið gagnrýnt að efni til, svo sem ákvæðið
um takmörkun neitunarvaldsins. Segir Víkverji, að gagn-
rýnendur frumvarpsins hafi haldið því fram, að slíkt
ákvæði mundi konungur aldrei fallast á, og að samþykkja
það spillti aðeins fyrir málinu: „Vildum vér hafa slíka
lagaákvörðun, þá yrðum ér að segja alveg skilið við kon-
ung og stofna lýðveldi." Ennfremur segir Víkverji, að
andstæðingar nefndarinnar hafi sagt „að vér gætum mjög
vel verið frjálst þjóðfélag, þótt vér hefðum sum mál sam-
eiginleg við Dani og öllum, er vit hefðu á stjórnarmálum,
mundi þykja það stórlega ísjárvert að segja algjörlega
skilið við Dani, einkum ef litið væri til ágreininga við
önnur ríki. Danir eða einstakir stjórnarherrar hefðu viljað
beita ofríki við oss, en þó að vér kæmumst í samband við
einhverja aðra þjóð, mundum vér eigi sæta betri hag. Kostir
þeir er aðrir byðu oss, gætu hæglega orðið verri.“