Réttur - 01.01.1951, Síða 92
92
RÉTTUR
Þjóðólfi hafa hreyft þessu máli við þingmenn er á leið
þingið 1873, en þeir tekið því dauflega, og féll það þv!
niður. Sýnir þetta eitt með öðru, að það er miður rétt,
sem Matthías Jochumsson segir í „Söguköflum“ sínum,
að þeir Jónamir, Guðmundsson og Sigurðsson, hafi „hvergi
viljað nærri koma“ fundinum." Matthías var þá og jafnan
síðan mjög hægfara í sjálfstæðismálunum og virðist, er
hann skrifaði þetta, fyrirverða sig fyrir að hann lét að
nokkru hrífast af frelsisanda fundarins, eins og visan sem
hann orkti um hann þá, ber vott um:
Getið verður þess, er þorðu
þingdjarfir íslendingar
inna einum munni
orð hvell á Þingvelli:
Frjáls kjöri þjóð til frelsis
fjallbyggð Snælands alla.
Lýður skal lögum ráða,
landsrétt hefur guð settan.
Alþingi 1873.
Alþingi 1873 var í stytzta lagi og tók fá mál önnur til
meðferðar en stjórnarskrármálið. Virðist þingið hafa tekið
til greina þá almennu skoðun sem líka kom fram í ályktun
Þingvallafundarins, að forðast bæri að gefa stjórninni
átyllu til nýrra lagasetninga og valdboða meðan stjórnar-
skrármálið væri óleyst. Meirihlutinn samþykkti stjórnar-
skrárfrumvarp byggt á bænarskrám þeim, sem fyrir þing-
inu lágu, og gekk aðeins að því leyti skemmra en Þing-
vallafundarályktunin, að þar var haldið opnum möguleika
til þess að semja um sameiginleg mál, þótt grundvöllurinn
væri persónusamband. Brá nú svo við að konungkjörni
flokkurinn flutti engar breytingartillögur og beitti sér
ekki gegn frumvarpinu að neinu ráði og sat hjá við loka-